Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 31. janúar 2010
Kaldhæðni
Eins og mörg ykkar vita tókum við 100% lán fyrir íbúðinni okkar, það margrómaða ár 2007. Ekki af því að við værum í neysluæði heldur af því að okkur reiknaðist til að við gætum greitt lánið frekar hratt niður - og við keyptum " bara" 3 herbergja íbúð en ekki raðhús eins og bankinn vildi lána okkur fyrir!
En hvað um það, kreppan kom og verðtryggingin margrómaða og verðbólgan yndislega hafa gert lánið að rúllandi snjóbolta sem verður bara stærri og stærri. Við höfum, þrátt fyrir kreppu, getað staðið við það sem við settum okkur þ.e. að greiða myndarlega inn á höfuðstól lánsins um hver mánaðarmót.
Við erum víst ekki þau einu sem hafa lent í þessu og því býður bankinn nú "leiðréttingu" á láninu, þ.e. að afskrifa allt umfram 110% veðsetningu. Ég hafði samband við bankann; veðsetningin á íbúðinni okkar er aðeins yfir 110% og því getum við fengið svolitla leiðréttingu, en það er flott orð yfir afskriftir.
Kaldhæðnin felst í því að hefðum við ekki lagt allt kapp á það undanfarin ár að borga aukalega inn á höfuðstól lánsins, fengjum við það nú allt afskrifað. Þannig að samviskusöm sem við erum höfum við notað aukaaurana í að styrkja Arion-banka þegar við hefðum átt að kaupa okkur nýjan bíl, nýtt eldhús og utanlandsferðir (við höfum í alvöru greitt svo mikið inn á höfuðstólinn að það myndi duga fyrir þessu....).
Og þó ég barmi mér hér yfir óréttlætinu verð ég að taka fram að við lendum ekki jafn illa í því og þeir sem áttu eitthvað í íbúðunum sínum, þ.e. voru kannski með 80% lán en eiga núna ekkert þar sem lánið hefur hækkað mikið og íbúðarverðið lækkar. Það fólk fær engar leiðréttingar, það átti allavegana eitthvað í íbúðunum sínum. Við áttum aldrei neitt nema nokkrar krónur....og í öllum þessum dæmum er öfug snúið og borga og borga en eiga samt aldrei neitt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. janúar 2010
Hinsta kveðja til Sony Ericssonar
Það kom að því....elskulegi gemsinn minn bilaði og hefur nú verið tekinn úr þjónustu. Hann tók bara allt í einu upp á því að vera með hrikalega skruðninga og læti og því ekkert hægt að hringjast á því það heyrðist ekkert! Ég lagði því leið mína í ELKO og keypti ódýrasta símann sem ég fann, tæpur 7000 kall. Það er hægt að hringja í mig, senda mér hefðbundið sms og svo er hann með vekjaraklukku- en það er einmitt allt sem ég þarf!
Gamli síminn hafði þjónað mér vel í fjögur og hálft ár, sem verður að teljast nokkuð góð ending á tímum ódýrra og einnota raftækja. Það slær samt ekki hinum gemsanum (já, ég hef bara átt tvo gemsa!) út- Nokia 3210, hann entist í allavegana 5 ár! Blessuð sé minning hans (og það eru sko margar minningar tengdar honum- hver ma ekki eftir sólblóma"frontinum" góða!?!?)
Þannig að ef þið sjáið mig hrikalega viðutan að reyna hringja eða senda sms- þá er það ég að reyna læra á nýja símann. Og ef það er einhversstaðar sími að hringja sem enginn svarar- þá er það líklega minn- það tekur tíma að venjast nýrri hringinu þegar maður er búin að vera með þá sömu í rúm fjögur ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. desember 2009
Mismæli
Ég hef nú oft skrifað gullkorn barnanna sem ég kenni hérna á bloggið. Í dag mismælti ég mig allsvakalega og samstarfskonur mínar lögðu til að þetta yrði skráð eins og önnur gullkorn....
Ég var að lesa fyrir börnin um hann Pottaskefil. Til þess að skerpa athyglina hjá sumum börnunum getur verið gott að varpa fram spurningum svona inn á milli.
Kolla: Krakkar, haldið þið að hann Pottaskefill verði ekki graður þegar hann....
Börnin: Kolla, þú sagðir graður, hvað þýðir það?
Kolla: eh, um, svona eins og graðhestar!
Börnin: Kolla, afhverju hlæjið þið fóstrurnar svona mikið?
Kolla: eh, hún var að hvísla að mér brandara
Börnin: oh, viltu segja okkur líka!?!?
Mér til málsbóta verður að segjast að -r og -l eru mjög skyld hljóð, svona framburðarlega séð, enda ætlaði ég auðvitað að segja að jólasveinninn yrði glaður....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. desember 2009
Sammála
Eftirfarandi frétt má finna inni á Vísi.is:
Leikskólastjórum boðið í kokteil- aðrir fá ekki gjafir
Á meðan jólagjafir til starfsmanna leikskóla Reykjavíkurborgar eru lagðar niður og leikskólasvið þarf að skera niður um fjögur prósent, býður sviðið leikskólastjórum upp á léttvín og meðlæti á besta útsýnisstað.
Nýverið fengu leikskólastarfsmenn borgarinnar tölvupóst þar sem þeim var sagt að ekkert verða af hinni árlega jólagjöf til starfsmanna, sem venjulega er konfektkassi. Starfsmenn eru beðnir um að sýna þessu skilning því aðhald sé mikilvægt á þessum síðustu og verstu og ekki sé verjandi að eyða í eitthvað bruðl.
Og starfsmennirnir sýndu þessu flestir skilning. Þeim brá þó hins vegar í brún þegar þeir heyrðu af kokteilboði sem leikskólasviðið hélt í Borgartúni. Leikskólakennurum og almennu starfsfólki var nefnilega ekki boðið. Bara leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum.
Boðið var upp á vín og meðlæti en partíið kostaði samkvæmt upplýsingum fréttastofum um 200 þúsund krónur.
Sem er náttúrulega ekki mikill peningur en samt næstum því helmingur af því sem það kostar að gefa öllu starfsfólkinu, ekki bara leikskólastjórum, jólagjöf.
Eins og fyrirsögn færslunnar gefur til kynna er ég sammála fréttaritaranum sem skrifar fréttina, það er einkennilegt að gera vel við suma starfsmenn en ekki aðra.
Ég verð þó að taka fram að fréttin virðist ekki vera neitt sérstaklega vönduð, þar sem augljóst er hver afstaða fréttaritarans er, hann er mjög hlutlægur. Einnig hef ég aldrei fengið konfektkassa frá borginni í jólagjöf en ég hef þó fengið gjafir eins og styttu og kertastjaka. Ég leyfi mér þá líka að efast um að útreikningarnir séu réttir, þ.e. um kostnað boðsins og kostnaðinn af jólagjöfum fyrir alla starfsmenn á leikskólum borgarinnar.
Þrátt fyrir óvandaða vinnslu er þó rétt hjá fréttaritaranum að þetta boð var haldið fyrir leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra borgarinnar, ekki aðra starfsmenn leikskólanna. Og líkt og fréttaritaranum finnst mér það skjóta skökku við á þessum síðustu og verstu; bæði að eyða peningum í það og einnig að mismuna þannig starfsmönnum.
Ég vil þó taka fram að ég unni þeim góðu og kraftmiklu konum sem gegna þessum stöðum í borginni svo sannarlega að fá einhvern þakklætisvott frá vinnuveitenda sínum, en ég leyfi mér að efast um að þetta sé rétta aðferðin.
Eða er þetta bara smámunasemi í mér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. október 2009
Skref í rétt átt
Ég held að þetta sé skref í rétt átt- þó að ég geti ekki alveg skilgreint hvernig "venjulegar" konur séu? Kannski er miðað við kjörþyngd í BMI-stuðlinum?
Flottast af öllu væri ef að ritstjórnin segðist hafa fjölbreyttar konur sem módel- þá myndu koma myndir af kjörþyngdarkonunum, þeim sem eru yfir kjörþyngd og þeim sem eru þvengmjóir. Það er jú líka til fólk sem strögglar við að halda kjöti á beinunum- ég held að það hljóti að vera erfiðara en að aukakílóin.
Lifi fjölbreytnin!
Venjulegar konur inn - þvengmjóar fyrirsætur út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14. september 2009
Hið afslappandi jóga!
Varð hugsað til ykkar sem lesið bloggið í dag í jógatíma- það var ein sem slappaði svo vel af að hún rak tvisvar við af miklum krafti!
Sem betur fer var þetta þó í deluxe flokknum- húff- annars hefði ég örugglega sagt eitthvað!
Spurning hvort að það þurfi ekki að rannsaka þetta nánar- er jóga kannski líka hollt fyrir meltingarfærin? Og hver er meðal-prumputíðnin í jógatímum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Kjötbollu- nostalgía
Við Sigga vinkona ákváðum í gær að framkvæma svolítið sem hefur staðið lengi til - að elda okkur soðnar kjötbollur með öllu tilheyrandi. Við byrjuðum á að skella okkur á markað í Mosfellsdalnum og keyptum glænýjar íslenskar kartöflur, gulrætur og hvítkál. Svo keyptum við kjötfars og eins og vera ber var allt soðið og borið fram með bræddu smjéri! Ah þetta var svakalega ljúffengt, okkur langaði næstum því að stilla á gömlu gufuna, heyra gamla stefið fyrir útvarpsfréttirnar (helst að Broddi Broddason lesi!) og auðvitað hlusta á veðurfréttir (austurland að Glettingi....)!
Sjá fleiri myndir í myndaalbúmi síðunnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Brúðkaupsbloggið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Brúðkaupsundirbúningur
Jæja, núna eru rétt tæplega tveir mánuðir í stóra daginn og undirbúningurinn á fullu! Í gær náðist mikilvægur áfangi þegar boðskortin voru kláruð- dálítið föndur í kringum þetta en við erum mjög ángæð með þau og vonum að boðsgestirnir kunni líka að meta þau!
Jens lætur sauma á sig íslenska hátíðarbúninginn og ég er búin að máta marga fallega kjóla á leigum en sá á kvölina sem hefur völina, úff!
Annars verður nóg að gera hjá okkur í október, ekki nóg með að við séum að gifta okkur heldur er okkur líka boðið í brúðkaup þann 24. í Þýskalandi! Auðvitað mætum við í það (enda koma þau í okkar) og bókuðum flugmiðana í gær - en við verðum heldur lítið í vinnunni í október!
Ég skelli nokkrum nýjum myndum inn á myndasíðuna....
Yfir og út í bili,
Kolla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Á feeeeeerðalagi!
Skelltum okkur í snögga verð um vestfirðina, Jens hafð aldrei komið þangað og ég ekki síðan á síðustu öld, eða nánar til tekið sumarið 1994, ef mér skjátlast ekki
Kom smá babb í bátinn þegar við vorum að pakka, svefnpokinn hans Jens fannst ekki og ekki stangir eða tjaldhælar í tjaldið mitt. Hvarf svefnpokans er enn ráðgáta en stangir og hælar hafa væntanlega orðið eftir á tjaldsvæði í Eyjafirði árið 2004, enda eina skiptið sem tjaldið hefur verið notað! Úr skortinum var bætt hjá örlátu systkini.
Við fengum alla dagana 3 frábærlega gott veður, sól og blíðu og sáum þannig vestfirðina skarta sínu fegursta, hver fjörður og fjallasýn var eins og mynd á póstkorti!
Gistum fyrri nóttina á ansi hrörlegu gistiheimili á Hólmavík (mæli EKKI með því!) Ég ákvað samt að skella mér í stutta sturtu og bað Jens um handklæðin sem hann pakkaði niður:
Jens: ég tók bara lítil handklæði...
Ég: Það er ekkert mál!
Og þá réttir hann mér gólfhandklæði, svona sem maður setur fyrir framan sturtuna! HAhaha, ég hló svo mikið að ég komst næstum ekki í sturtu!
Þið getið skoðað myndir úr ferðinni á myndasíðunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar