Færsluflokkur: Bloggar

Pirringur

Lati sumarbloggarinn skrifar nú til að fá útrás:

Var að ræða við tuðgjarna nágranna mína, það þarf nefnilega að laga glugga hjá okkur vegna fúa. Hef sem formaður húsfélagsins að sjálfsögðu kynnt mér lög og reglur þar að lútandi og veit því að viðgerðin fellur á húsfélagið, samkvæmt lögum.

Elskulegir nágrannar mínir geta ekki neitað því, enda stendur þetta í lögum, en sögðu mér hinsvegar að þeim þætti þetta frekja í mér, fólk gæti nú gert við sína glugga sjálft og ætti ekki að sníkja peninga úr hússjóðnum!

Mér fannst þetta nú ansi gróft og ákvað því að gera það sem ég geri helst ekki, svaraði fullum hálsi og gaf ekki míkrómetra eftir, sem virkaði því kella sá sér þann kost vænstan að segja kallinum að róa sig og fara að horfa á sjónvarpið og ræddi svo við mig öllu rólegri en áður. Hún gat þó ekki á sér setið og benti mér á (á aðeins penni hátt) að ég væri bölvuð frekja, aldrei myndu þau láta húsfélagið borga fyrir svona hjá sér!

Á slíkar ósvífnar sannar frekjur duga engin rök heldur reikningar, og hann munu þau (samkvæmt lögum) fá hvort sem þeim líkar betur eða verr!

Yfir og út í bili,

Nett pirraða fégráðuga frekjan


Nýtt, nýtt!

  1. Ég á glænýjan bróðurson í Kananda. Sá litli lét aldeilis bíða eftir sér en fæddist loksins 16. júní, 3,85 kg og 21.5 tommur á lengd. Hann hefur fengið fallegt nafn, Erik Scott.Heart 
  2. Ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið en ég hef verið dugleg að hitta fólk við hin ýmsustu tilefni og smella af myndum, þið getið kíkt á nýjustu myndirnar mínar og myndböndin!

góða skemmtun!Smile


Nýja rúmið

Rúm 180x200 cm, hvítt MDF mass

Öðru hverju dregur til tíðinda hér í Breiðuvíkinni. Núna um helgina var stórviðburður þar sem við fjárfestum í rúmi og dýnum.

Síðastliðin 4 ár höfum við deilt 140 cm breiðu rúmi en undanfarin 2 ár hefur ekkert verið rúmið heldur bara dýna ofan á gamalli dýnu - sem er heldur mikil krepputíska sé miðað að þetta var árið 2007!

Til að halda áfram að vera ekki í tísku ákváðum við að haga okkur eins og fólk gerði víst árið 2007 og keyptum um helgina mun stærra rúm (180cm) og splæstum í sitthvora dýnuna fyrir okkur. Herlegheitin voru þó staðgreidd en ekki sett á VISA-raðgreiðslur líkt og tíðkaðist hjá landanum í góðærinu.

Rúmið finnst okkur vera svo stórt að það er eins og meginland í svefnherberginu. Við höfum svo mikið pláss að það er vandræðalaust hægt að vera í fýlu en sofa samt í sama rúminu. Ef skapið batnar og manni langar í knús er svo hægt að senda ljósmerki með vasaljósi yfir á hina ströndina (á krepputímum verður að notast við vasaljós en ekki rándýran fjarskiptabúnað eins og talstöðvar) og hittast svo í miðjunni til að knúsast.


Gleðisala

Lét eftir mér í dag að kíkja í tvær hættulegar búðir í dag. Hættulegar búðir fyrir mig selja fallega hluti fyrir heimilið... helst á freistandi verði!

Kíkti í Lauru Ashley, þar er ógrynni af fallegum hlutum, splæsti á mig (eða eiginlega íbúðina!!) einum hlut þaðan.

Fór svo yfir götuna í GLUGG-INN og keypti heilan helling þar! Þar er gleðisala og allt með a.m.k. 25 % afslætti (og þetta var ekki dýr búð fyrir). Virkilega þess virði að fara þangað, hellingur að fallegum kertum, kertalugtum, bastkörfum, glervösum, kertastjökum og öðrum bráðnauðsynlegum óþarfa á ómótstæðilegu verði!!!!Kissing

Og þá er ég búin að deila þessari gleðisölu með ykkur sem eru hrifin af bráðnauðsynlegan óþarfa eins og ég. Og fyrir ykkur sem finnst gullkorn leikskólabarna jafn yndisleg og mér þá gerðist þetta í dag:

Þriggja ára strákur bendir á magann á mér: "Ertu með barn í maganum?"

Ég : "nei, ég er ekki með barn í maganum."

Strákurinn: "varstu einu sinni með barn í maganum?"

Ég: "nei, ég hef aldrei verið með barn í maganum og ég á engin börn."

Strákurinn: "Þá þarftu að fara út í búð og kaupa þér barn!"

Sex ára börnin eru að sjálfsögðu kominn í enn dýpri pælingar og uppfull af visku. Einn 6 ára strákur "tók frekjukast" og grenjaði hátt yfir einhverju sem hann mátti ekki gera. Hin börnin horfðu forviða á og spurðu hvert annað af hverju hann léti svona. Þá sagði eitt barnið:´"Ég held að hann sé kominn með unglingaveikina!"Grin

 


Flugnagildra

fallegar varirMagnað hvað maður vaknar alltaf í góðu skapi þegar að sólin vekur mann. Var í syngjandi góðu skapi í morgun, setti í mig linsur í sólskininu og ákvað meira að segja að skella á mig glossi, í tilefni veðurblíðunnar.

Sest svo á virðulega hjólfákinn minn og svíf eins og gyðja í vinnuna...... alveg þangað til ég lendi í árekstri við húsflugu sem þurfti endilega að klessa á varirnar á mér og límdist auðvitað föst þar í glossinu!

Oj pjakkErrm

P.S

Allir búnir að skoða nýlegu myndirnar á síðunni?!?


Is it true!?!

Var á æsispennandi húsfundi. Meirihlutinn af tímanum fór í kjaftasögur af hinum og þessum nágrannanum sem gerðu hitt og þetta af sér. Pjúff...

Þurftum líka að kjósa í stjórn, ekki úr miklu að moða með 5 íbúðir á stigagangi og ég gat víst ekki skorast undan lengur, er því orðinn formaður húsfélagsins, sjibbí!GetLost

Hef skemmtileg verkefni á "to-do listanum" eins og að leita eftir tilboðum í bankaþjónustu, tryggingar og viðhald á gluggum. Og líka kaupa sumarblóm, tvímælalaust skemmtilegasta verkefnið.

Held ég kalli þetta aðgerðaáætlun en ekki "to-d lista", virðulegt íslenskt tískuorð!

Hvort á ég núna að skella mér í tilboðaleit (þá er það búið) eða fara út að hjóla (svona til að fá smá útrás eftir fundinn)?Shocking


Bloggleti

Mínir tryggu lesendur, afsakið bloggletina undanfarið, hún skrifast algjörlega á veðurblíðuna sem hvetur mann til þess að gera ólíklegustu hluti eins og að hjóla í vinnuna og kaupa gasgrill á svalirnar.

Hef einnig verið upptekin í evróvisjónpartýum - annað þeirra fór úr böndunum þegar gestgjafinn dró fram silfraðar leggings til að vera í stíl við þýska söngvarann í aðalkeppninni!

Reyni að setja nýjar myndir frá þessum viðburðum á myndasíðuna!


Ég trúi þessu ekki!

Við erum með tvær raðir í lottóáskrift, svo að maður eigi nú möguleika á að vinna Wink

Var alveg viss um að fyrst að potturinn var svona stór væri komin röðin að okkur, ég meina, búin að vera með áskrift í næstum hálft ár!

En nei, nei, glataðar tölur eins og venjulega.....Errm

Verð greinilega að fara "secreta" þetta eitthvað betur!Tounge


mbl.is Tveir með allar tölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegar kosningar!

25. apríl 2009 er runninn upp bjartur og fagur. Ég vona að það sé táknrænt fyrir kjördaginn og hver sem úrslitin nú verða muni þau verða til þess að það birti yfir okkur eybúum!

Þegar ég fletti blaðinu í morgun til þess að athuga hvar ég ætti að kjósa hérna í Grafarvoginum rifjaðist upp fyrir mér þegar ég og Sigga vinkona fórum að kjósa í fyrsta sinn. Vð kusum utnakjörstaðar því við vorum á leið til Lundúna.

Mættum galvaskar og spenntar á kjörstað og báðum konuna um að mega kjósa. Hún horfði á okkur tortryggnum augum og spurði  okkur hvenær við værum eiginlega fæddar. Við sögðum henni það og þá galaði hún á samstarfskonu sína " Mega þeir sem eru fæddir ´83 kjósa!?!" Það fannst okkur einstakelga niðurlægjandi, ég meina hefur einhver reynt að kjósa sem er ekki orðin 18 ára? Ótrúlega sneypulegt þegar maður er að nýta þessi dýrmætu réttindi í fyrsta sinn!

En það segir kannski ýmislegt um konuna að hún gæti ekki reiknað út hvaða árgangur mætti kjósa...Wink

Njótið dagsinsKissing


Gleðilegt sumar!

Lóan er komin

  1. Gleðilegt sumar kæru lesendur!
  2. Finnið þið ekki nógu mikla innri gleði í sumrinu get ég bent ykkur á eftirfarandi brot úr Britain´s got talent og reyndar líka því sænska, sem bæta, gleðja og kæta!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband