Skref í rétt átt

Ég held að þetta sé skref í rétt átt- þó að ég geti ekki alveg skilgreint hvernig "venjulegar" konur séu? Kannski er miðað við kjörþyngd í BMI-stuðlinum?

Flottast af öllu væri ef að ritstjórnin segðist hafa fjölbreyttar konur sem módel- þá myndu koma myndir af kjörþyngdarkonunum, þeim sem eru yfir kjörþyngd og þeim sem eru þvengmjóir. Það er jú líka til fólk sem strögglar við að halda kjöti á beinunum- ég held að það hljóti að vera erfiðara en að aukakílóin.

Lifi fjölbreytnin!

 


mbl.is Venjulegar konur inn - þvengmjóar fyrirsætur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil einnig hætta að sjá vel fit, bera að ofan gaura í annarri hverri auglýsingu.

Héðan í frá vil ég einungis sjá kalla með bjórbumbur hangandi vel niður fyrir beltismál, með skallabletti og illa þvegið hár í auglýsingum.

Þurfa helst að vera með spotty skeggvöxt líka, ekki neina fullkomna skeggrót hér, takk fyrir.

Alveg eins og Angela Merkel er 'ekta kona', þá eru nefnilega karlarnir sem ég lýsti hér að ofan einmitt 'ekta karlmenn'.

Þegar auglýstar eru rakvélar í framtíðinni getum við því fengið konur sem líta út eins og Angela Merkel komandi dansandi upp að bjórbumbu, sköllóttum, berum að ofan karlmanni með rakvél í höndinni. Mættu alveg vera svitablettir undir handarkrikunum líka.

Mér þætti það miklu skemmtilegra heldur en að sjá þessa perfect gæja og perfect gellur í slíkum auglýsingum.

Hvað segir þú, Kolbrún? Á þessi herferð ekki að ganga jafnt yfir karla sem konur? =)

Þór (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 15:46

2 identicon

 Alveg fullkomlega sammála þér Þór.  Frábært alveg.  Þessar konur hér á Íslandi eru að ganga fulllangt í stjórnseminni.  Ísland er orðið mesta feministabæli á jörðinni.  Er samt ekki að tala persónulega um bloggeiganda.

Svo má nú ekki gleyma því að ef við berum saman dauðsföll  meðal grannra kvenna í modelbransanum saman við dauðsföll vegna fituvandamála að þá deyja milljón sinnum fleiri vegna fituvandamála.  Of mikil líkamsfita er stórkostlegt heilbrigðisvandamál á vesturlöndum. 

Það eru hrikalegir sjúkdómar sem fylgja fituvandanum og milljónir manna um allann heim deyja út af þessu á ári hverju.

Það er eins og margar íslenskar konur séu haldnar einhverri áráttu um að reyna að gera alla aðra feita.  Skil ekki þannig hugsunarhátt.

Það er betra að vera grannur heldur en með aukakíló það er löngu vísindalega sannað.

Gunnar (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 20:37

3 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Sammála þér Þór- ég vil líka fjölbreyttar myndir af karlmönnum, við konurnar kunnum ekki síður að meta alvöru karlmenn en þið alvöru konur! En þetta er reyndar kvennablað sem um ræðir, ekki ósvipað Nýju lífi, og því lítið að myndum af karlmönnum þar, eins öfugsnúið og það kann nú að hljóma ;-)

Og hvort sem fólk er of grannt eða feitt svona fegurðarlega séð þá skiptir mestu málið að vera heilbrigður, það er líka hægt með nokkur aukakílóum.

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 6.10.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

233 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband