Sammála

Eftirfarandi frétt má finna inni á Vísi.is:


Leikskólastjórum boðið í kokteil- aðrir fá ekki gjafir

Á meðan jólagjafir til starfsmanna leikskóla Reykjavíkurborgar eru lagðar niður og leikskólasvið þarf að skera niður um fjögur prósent, býður sviðið leikskólastjórum upp á léttvín og meðlæti á besta útsýnisstað.
Nýverið fengu leikskólastarfsmenn borgarinnar tölvupóst þar sem þeim var sagt að ekkert verða af hinni árlega jólagjöf til starfsmanna, sem venjulega er konfektkassi. Starfsmenn eru beðnir um að sýna þessu skilning því aðhald sé mikilvægt á þessum síðustu og verstu og ekki sé verjandi að eyða í eitthvað bruðl.

Og starfsmennirnir sýndu þessu flestir skilning. Þeim brá þó hins vegar í brún þegar þeir heyrðu af kokteilboði sem leikskólasviðið hélt í Borgartúni. Leikskólakennurum og almennu starfsfólki var nefnilega ekki boðið. Bara leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum.

Boðið var upp á vín og meðlæti en partíið kostaði samkvæmt upplýsingum fréttastofum um 200 þúsund krónur.

Sem er náttúrulega ekki mikill peningur en samt næstum því helmingur af því sem það kostar að gefa öllu starfsfólkinu, ekki bara leikskólastjórum, jólagjöf.

Eins og fyrirsögn færslunnar gefur til kynna er ég sammála fréttaritaranum sem skrifar fréttina, það er einkennilegt að gera vel við suma starfsmenn en ekki aðra.

Ég verð þó að taka fram að fréttin virðist ekki vera neitt sérstaklega vönduð, þar sem augljóst er hver afstaða fréttaritarans er, hann er mjög hlutlægur. Einnig hef ég aldrei fengið konfektkassa frá borginni í jólagjöf en ég hef þó fengið gjafir eins og styttu og kertastjaka. Ég leyfi mér þá líka að efast um að útreikningarnir séu réttir, þ.e. um kostnað boðsins og kostnaðinn af jólagjöfum fyrir alla starfsmenn á leikskólum borgarinnar.

Þrátt fyrir óvandaða vinnslu er þó rétt hjá fréttaritaranum að þetta boð var haldið fyrir leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra borgarinnar, ekki aðra starfsmenn leikskólanna. Og líkt og fréttaritaranum finnst mér það skjóta skökku við á þessum síðustu og verstu; bæði að eyða peningum í það og einnig að mismuna þannig starfsmönnum.

Ég vil þó taka fram að ég unni þeim góðu og kraftmiklu konum sem gegna þessum stöðum í borginni svo sannarlega að fá einhvern þakklætisvott frá vinnuveitenda sínum, en ég leyfi mér að efast um að þetta sé rétta aðferðin.

Eða er þetta bara smámunasemi í mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband