Svart hvítur órói

Það er þarfaþing að hafa góðan óróa fyrir ofan skiptiborðið og ég var alltaf á leiðinni að fara kaupa einn slíkan.....

 

Svo sá ég hjá einni sniðugri mömmu hvar hún hafði hengt allskonar lítið dót í hvert horn á ferhyrndu spjaldi og hengdi svo upp sem óróa eða dót til að slá í fyrir lilluna sína.

 

Ég hafði líka heyrt og lesið að ungabörn sjá best svart hvítar myndir/mynstur, sérstaklega á meðan þau eru enn að ná fullri sjón.

 

Og eitt kvöldið bræddi ég þessar ofureinföldu hugmyndir saman í einn ofureinfaldan svart- hvítan óróa fyrir litla gullmolann minn:

 

Fyrst leitaði ég að svart hvítum mynstri á veraldarvefnum og valdi fimm sem að mér fannst falleg:

 

vika13 002_resize

 

 

 

 

 

skar þær út og límdi á litaðan pappír

 

vika13 003_resize

 

 

 

 

 

 

sama myndin límd á báðu megin

 

vika13 004_resize

 

 

 

 

 

 

þá fann ég nothæft band, í þessu tilfelli hvíta sænskættaða pakkabandsnúru frá IKEA

 

 vika13 007_resize

 

 

 

 

 

og batt svo herlegheitin saman í ofureinfaldan óróa

vika13 035_resize

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sem lítur svona út fyrir krúttið á skiptiborðinu

vika13 036_resize

óróinn er ekkert festur upp, bandinu er bara tyllt undir körfuna á hillunni og þá helst hann, mjög þægilegt að geta fært hann hvert sem er, auðvelt að festa og léttur!

vika13 039_resize

Litli maðurinn getur horft á þetta nánast dáleiddur tímunum saman, skríkir og hlær!

vika13 044

Ég er bara ansi ánægð með hann og það sem mikilvægast er....litli maðurinn er sko hæst ángæður með hann!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SNIÐUG! Þetta er ekkert smá flott, spurning hvort maður taki þig ekki til fyrirmyndar ;)

Salvör (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

230 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband