Mér er mál.....að tjá mig!

Hafir þú, lesandi góður, eitthvað fylgst með fréttum undanfarna daga ættir þú að hafa heyrt af fyrirhuguðum sparnaðaraðgerðum í leik- og grunnskólum borgarinnar. Margir hugsa með sér "það verður að spara þar eins og annars staðar" og það er skoðun sem á rétt á sér. Það er ekki hægt að eyða peningum sem eru ekki til (nema í bönkum!).

Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er þriðja árið í röð sem skorið er niður í skólakerfi Reykjavíkur (og það er nú ekki eins og þar hafi verið nokkurt bruðl í gangi!). Hvernig er hægt að skera meira niður þegar það er ekkert kjöt eftir utan á beinunum?

Jú, maður fer í pólitískan leik, stofnar starfshóp sem " á að skoða faglegan og fjárhagslegan ávinning af sameiningu leik- og grunnskóla." Til þess að allir haldist kátir og glaðir óskar maður eftir "samráði". Þá mega fulltrúar foreldra og starfsmanna frá hverjum skóla koma á fund og koma með sínar sparnaðar- og sameiningartillögur. Hljómar vel, ekki satt? Ég mætti á svona fund full jákvæðni og fékk í hendurnar fróðlegar tölur um nemendafjölda og stærð húsnæðis. En ég fékk ekki að sjá neinar krónutölur (sem þetta snýst allt um) og hef ekki heyrt af neinum sem hefur fengið að sjá þær. Hvernig á maður þá að geta sett fram nothæfar tillögur? Eru þessar tölur yfir höfuð til?

Þetta finnst mér vera sýndarsamráð og ég er ekki ein um þá skoðun miðað við yfirlýsingar frá foreldraráðum og minnihluta borgarstjórnar. Ég ætla þó að taka þátt í leiknum örlítið lengur og senda inn athugasemdir mínar á ábendingarsíðu starfshópsins. Ég hvet aðra sem hafa skoðanir á þessum málum, jákvæðar sem neikvæðar, til hins sama. Með því sýnum við í verki að okkur er ekki sama um skólastarfið í borginni.

Hafið hraðar hendur, ábendingagáttin lokar víst á miðnætti í kvöld 11. febrúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

229 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband