Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilegt sumar!

Jæja, ég fór loksins í dag og fagnaði sumrinu á viðeigandi hátt!

Dró hjólið fram úr geymslunni, það var að sjálfsögðu loftlaust eftir veturinn og engin pumpa til á þessum bæ. Fór því í göngutúr með hjólið á N1 á Gagnvegi, tekur ekki nema rúman hálftímaLoL Veðrið er svo yndislegt að ég hjólaði extra langa leið heim og kom við í Bónus til að kaupa efnivið í heilsu-smoothie, ahhhHalo Það var líka æðislegt að sjá alla krakkana úti að leika sér, það er jú besta merkið um að sumarið sé komiðCool Og "nýja" hjólið mitt er æðislega yndislegt, alvöru DBS-dömugötuhjól með fótbremsu, stýri sem maður situr uppréttur við og rassvænum hnakki. Pabbi breytti þessum gæðingi meira að segja í gírahjól, heilir 3 gírar og ég er hæstánægð (hef aldrei skilið hver notar 21 gír á hjóli).

Ég var meira að segja farin að gæla við að kaupa sæta körfu framan á hjólið og fara hjóla í síðu pilsi og sumarlegum mussum en mundi svo eftir að hjálmurinn fer afar illa við það og ég myndi sennilega flækja pilsið í keðjunni....Grin Ég held mig því við þjóðbúning nútíma íslenskra kvenna, gallabuxur og flíspeysu.

Gleðilegt hjólasumar!


Gott og vont, vont og gott

Jæja, er búin að fá svör, kvörtun mín hefur verið móttekin. Hótelið bæði hringdi í mig og sendi mér póst þar sem þau hörmuðu þetta og báðu mig þráfaldlega afsökunar. Þau tóku líka skýrt fram að Gullfoss væri ekki rekinn af hótelinu heldur honum Guðvarði. Guðvarður á Gullfossi er líka búinn að móttaka kvörtun mína en þarf að ræða við hinn "þjónustulundaða" Frank til að heyra hina hlið sögunnar. Áhugavert að sjá hvað kemur út úr því!Errm

En svo ég tuði ekki bara hérna á blogginu verð ég að segja ykkur frá tveimur frábærum atburðum sem ég hef farið á s.l. tvær helgar.

Sigga vinkona gaf mér í afmælisgjöf að við færum á minningartónleika meistarans Vilhjálms Vilhjálmssonar í Salnum, Kópavogi. Ég er mikill aðdáandi Villa, hann var frábær söngvari og söng skemmtileg lög með æðislegum textum. Tónleikarnir voru líka yndislegir, líka mjög góðir söngvarar og góð stemning í salnum. Svona tónleikar eru andleg næring fyrir sálartetrið.Heart

Um síðustu helgi skelltum við okkur svo nokkur úr vinnunni í Borgarnesið á hinn víðfræga Mr. Skallagrímsson. Hann stóð algjörlega undir væntingum, skemmtileg og fræðandi sýning og það myndast líka góð stemning á söguloftinu, allt öðruvísi en hefðbundið leikhús. Núna þyrstir mig bara í meira, stefni á sumar að skoða líka safnið á Landnámssetrinu og sjá leikritið um Brák. Einhverjum sem langar með mér?Cool

Svo vil ég bara minna ykkur á að það er alveg að koma sumar, svona dagtalslega séð! Íha!Kissing


Starfsmaður á plani

Ég hef lúmst gaman að skoðanakönnuninni sem er í gangi hérna hjá mér. Ég er að velta fyrir mér hvað ég eigi að taka mér fyrir hendur næsta vetur. Ég hef sérstaklega gaman af þeim sem kaus "Gamla, góða Esjuskálann", ég á nú þegar fimm ára glæstan starfsferil þar, verst að ég get ekki orðið starfsmaður á plani þar sem það er bara sjálfsafgreiðsla. Ég átti kannski möguleika á því þegar ég vann á Shell á Laugaveginum (þar sem Næturvaktin var einmitt tekin upp) en ég var bara vaktstjóri og réð yfir starfsmanni á plani, hehe. 

Það er nú reyndar áhugavert, í þáttunum er fólkið sem að vinnur þarna svona áhugavert en mín reynsla var sú að kúnnarnir voru ekki minni karakterar. T.d. eru nokkrir yndislegir fastakúnnar sem búa í Sjálfsbjargarhúsunum, þeir voru alltaf mjög kurteisir og þægilegir kúnnar. Það kom líka slatti af þekktum andlitum þarna við og vel stæðir stresskarlar á fínum bílum, þeir voru því miður ekki alltaf jafn þægilegir. Sumir sáu sig reyndar knúna til þess að hreyta ónotum í Sjálfsbjargarfólkið, sem getur nú fæst gert af því hvernig það er. Einn þeirra sér um kerrurnar fyrir Bónus í Kringlunni og heilsar mér ennþá þegar hann sér mig, mjög krúttlegt.

Svona man maður ennþá eftir kúnnum, ég stend mig t.d. oft að því að nikka til fastakúnnana úr Esjuskálunum þegar ég rekst á þá í Krónunni í Mosó, eða sé fólk sem er greinilega að virða mig fyrir sér og reyna muna hvaðan það þekki mig.

Það er nefnilega sama hvaða vinnu maður er í , það er fólkið sem maður vinnur með sem gerir starfið af því sem það er.


Gleðilega páska

easter_craft_mainÉg er hrikalega ánægð með nýju hillurnar, þvílíkur munur! Ég get því miður ekki sett inn mynd af herlegheitunum þar sem Jens er með myndavélina í Þýskalandinu. En þið eruð velkomin í heimsókn til að dást af dýrðinni.Cool

Og fyrst ég er búin að skrifa svona mikið um lífshlaupið verð ég að deila með ykkur að starfsmenn Víkurskóla urðu í 2. sæti í vinnustaðakeppninni og nemendur Víkurskóla í 3. sæti í krakkakeppninni. Ekki slæmt þaðWink

Hafið það gott yfir páskanaHeart


Að fara yfir lækinn til að sækja vatnið

Já, núna hef ég fréttir handa ykkur! Ég veit að margir eiga ekki eftir að trúa eigin augum og aðrir eftir að missa hökuna niður á bringu af undrun.

Sá merkilega, nánast óhugsandi atburður er í þann mund að fara gerast á heimili okkar Jens.......

að.....

það kemur sendibíll......

MEÐ NÝJAR HILLUR Í STOFUNA!!!!Gasp

Jájá, takið ykkur bara tíma í að melta þessar fréttir.Kissing Við erum búin að vera safna okkur fyrir þeim og núna í páskafríinu gafst tími til að flækjast á milli húsgagnaverslana höfuðborgarsvæðisins. Við vildum að sjálfsögðu skoða úrvalið, "kíktum" í u.þ.b. 15 verslanir eða svo.

Af þessum skoðunarferðum má draga eftirfarandi lærdóm:

  • Öll eikarhúsgögn eru gerð fyrir hálftröll eins og Hagrid.
  • Viðarhúsgögn í sveitastíl eru af mjög lágum gæðum en á uppsprengdu verði.
  • Báðir þessir flokkar hafa hvorki segla til að loka skápum né hjól á skúffum, mjög þjált í umgengni.
  • Dýrast af öllu er nútímalegt "designer"dót, við sáum skenk á 7oo þúsund og hillu á 600 þúsund. Það dugar vel fyrir bíl, en ég skal viðurkenna að þau voru bæði falleg og gæðin voru fín.

Þrátt fyrir opinn huga og ótal verslanir fundum við ekkert sem að heillaði okkur, nú eða við vorum sammála umCool. Allra síðast fórum við því í IKEA, allir sem þekkja mig vita að ég er einlægur aðdáandi og neytandi. Við komumst af því að IKEA býður í alvörunni upp á gæðahúsgögn á fínu verði. Þá átti bara eftir að komast að samkomulagi um hvaða húsgögn skyldu verða fyrir valinu. Ég er svo hrikalega skotin í LIATHORP- línunni en Jens finnst hún of hvít. Ég harðneitaði að kaupa allt í viðarlit, það væri of mikið af hinu góða með parketinu og fallegu viðarhurðunum. Við tókum um 3 tíma samningaviðræður. Þar af voru tveir tímar í Ikea (Jens var farinn að kunna vörulistann og rata um búðina jafnvel og ég og ein kona spurði um aðstoð, hún hélt við værum starfsmenn) og einn tími á sófanum heima. Klukkan 19:02 í gærkvöldi náðist samkomulag, það var innsiglað með handabandi og brunað í Ikea til að kaupa allt heila klabbið.

Akkúrat núna erum við semsagt að bíða eftir sendiferðabílnum með nýju fallegu hillurnar okkar. Búin að rýma til í stofunni og íbúðin því á hvolfi.

Ég hlakka svo til!Grin


Áfram Víkurskóli!

Æsispennandi keppni í Lífshlaupinu. Starfsfólk Víkurskóla er í 5. sæti fyrirtækja með 30-70 starfsmenn. Við stefnum á 3. sæti (þá fáum við verðlaunHalo). Og að sjálfsögðu verð ég að hvetja mitt lið, við erum nefnilega Valkyrjurnar!!!!

En að allt öðru.

Ég var svolítið með gullmolann Guðrúnu Birnu um helgina. Daman er orðin 6 ára og gengur í Giljaskóla á AKureyri. Hún er mjög dugleg að lesa og verður að stauta sig fram úr öllum texta sem fyrir augu ber, mjög krúttlegt. Á föstudeginum fórum við venju samkvæmt að gefa öndunum brauð og fengum svo köku hjá Jens. Það er margt að brjótast um í kollinum hjá 6 ára hnátum. " Kolla, hvernig urðuð þið Jens skotin í hvert öðru?" Ég sagði henni að við hefðum verið að vinna á sama hóteli, hann var kokkurinn og ég var í móttökunni. Hann var alltaf að gefa mér kökur og gotterí og þá varð ég bara svo skotin í honum. Hún virtist vera sátt við þessa útskýringu.

Tveimur dögum seinna er hún aftur í heimsókn hjá okkur. Þá spyr hún Jens á nokkurra málalenginga:"En af hverju varstu alltaf að gefa Kollu kökur?" Mjög rökrétt framhald tveimur dögum seinna og sýnir að hún hefur verið að brjóta hugann um þetta!LoL Og að sjálfsögðu svaraði Jens: "Nú, af því að hún var svo sæt!"

Ég bíð spennt eftir frekari spurningum varðandi ástina, hún er svo krúttlega einföld þegar maður er 6 ára.Kissing


Lífshlaupið

Þið hélduð örugglega að núna væri ég að fara blogga um um tilgang lífsins, þakklæti og jákvæðni. En nei, ég ætla að segja ykkur frá lífshlaupinu sem er átak margra aðila, t.d. ÍSÍ, til þess að hvetja fólk til þess að hreyfa sig, "burt með slenið!", "Ísland á iði" og öll hin slagorðin komin í rafrænt skráningarform á netinu fyrir skráningarglaða Íslendinga.Happy

Þetta snýst um að hreyfa sig í 30 mín. á dag og flest allt telur, t.d. moka snjó, ryksuga af krafti, ganga, líkamsrækt.... það stendur reyndar ekkert um hvort bólfimi telji.... Skipta má hálftímanum í lotur, 10-15 mín., þannig að maður verður bara að taka tímann á bólfiminni ("sorry esskan, bíddu aðeins, þarf aðeins að líta á klukkuna....") og að sjálfsögðu að vera ofan á, svona upp á brennsluna!LoL Þið getið lesið nánar um þetta á www.lifshlaupid.is

Þið sem þekkið mig vel eruð sjálfsagt að velta fyrir af hverju anti-sportistinn sjálfur sé farinn að reka áróður fyrir hreyfingu. Við í Víkurskóla ákváðum nefnilega að taka þátt í þessu, og ekki bara láta nemendurna púla heldur líka starfsmennina! Það er búið að skipta okkur í hópa og að sjálfsögðu ætlar Víkurkskóli að rúlla þessu upp. Brandarinn er að ég var gerð hópstjóri í einu liðinu! (ég spurði hvort þeir væru valdir eftir þyngd en það er víst ekki svo...)LoL Hópstjórinn á að hvetja liðið sitt áfram auk þess að halda utan um skráninguna... ég er búin að hóta mínu liði kraftgöngu fyrir vinnu og þrekæfingum í íþróttasalnum í frímó, ekkert kaffi takk fyrir!

Jæja, klukkan orðin margt, best að drífa sig í háttinn (og taka tímann ef Jens er til í bólfimi...hehe)!


Vandi bloggarans

Jæja, þá kemur loksins nýtt blogg. Ég var búin að ákveða að lýsa yfir skoðun minni á undankeppni Evróvisjón sem hálf þjóðin horfði á í gær. Svo komst ég að því að fjórðungur þjóðarinnar er þegar búinn að lýsa yfir skoðun sinni á undankeppninni í bloggheimum. Lítið spennandi og frumlegt við það. Hætt við það.

Ég hef verið í smá blogg-klemmu í vetur þar sem þorrinn af tíma mínum og krafti fer í vinnuna mína en ég er að sjálfsögðu bundin trúnaði og get ekki blaðrað um slík mál á opnu bloggi eins og þessu.

Ég get reyndar haldið áfram að deila með ykkur hvert ég fer út að borða. Það fer maður að stunda þegar maður býr með kokki!Smile Um daginn fórum við Jens á Humarhúsið til að fagna bóndadeginum, Valentínusardeginum, Konudeginum og 3 ára trúlofun okkar.Heart Við gerðum þetta nú bara á fimmtudagskveldi þar sem kokkurinn er að sjálfsögðu að vinna á öllum þessum tyllidögum.Errm

Humarhúsið er yndislega kósi og hlýlegur en um leið fínn og fágaður staður. Jens fékk sér reyktan og sykurgláðan ál í forrétt og fannst það æði. Ég treysti mér ekki alveg í það og fékk mér nautasíðu í pönnuköku með andalifur og öðru gumsi, það var mjög gott. Svo fengum við okkur íslenska önd með appelsínu-súkkulaði sósu í aðalrétt sem bragðaðist líka vel. Kannski svolítil synd að fara á Humarhúsið og vera ekki hrifinn af humriBlush en við fórum nú samt til þess að nota gjafabréfið sem Jens fékk þegar hann hætti að vinna hjá þeimSmile

Og hvað sem öllum bloggvanda líður ætla ég núna að njóta þessa yndislega sunnudags annars staðar en fyrir framan tölvuna (þrátt fyrir magnað útsýni úr tölvuherberginu).Cool


Berbrjósta í sundi

Jæja, þá eru það niðurstöðurnar úr hinni æsispennandi könnun hérna á bloggsíðunni. Hugmyndin að könnuninni kom frá æsifréttamönnum Fréttablaðsins sem fluttu daglega fréttir af því að ekkert væri aðhafst í sundlaugum Reykjavíkurborgar kysu konur að flatmaga þar berbrjósta. Kysu konur að gera slíkt hið sama í Bláa lóninu væri þeim vísað upp úr, ekki ólíkt því sem sænskar konur þurfa að gera. En þá eru það niðurstöðurnar, mjög vísindalegar með 13 svarendum: 
Finnst þér í lagi að konur séu berbrjósta í sundi?
Já, það er jafnrétti 15,4%
Ójá! 30,8%
Jájá, ef þeim langar 23,1%
Mér finnst það óþarft 23,1%
Það særir blygðunarkennd mína 7,7%
Sé einhver að velta fyrir sér hver afstaða mín er þá kaus ég "já, já, ef þeim langar". Ég hef enga sérstaka löngun til þess að vera berbrjósta í sundi en ég held það trufli mig lítið ef einhverjum langar það.
Sennilega er þó lítil þörf á að móta sér skoðun á þessu máli þar sem ég held að það séu fáar konur sem langar að vera berbrjósta í sundi, kannski í mesta lagi að þær losi böndin ef þær liggja á maganum á sólbekkjunum!Cool

Snjórinn, sólin og rigningin

Ég er hrifin af alvöru vetri. Mér finnst gaman þegar það kemur óveður og setur allt úr skorðum, það þjappar einhvern veginn fólkinu sem er alltaf að flýta sér svo saman. Mér finnst birtan sem snjórinn færir okkur í skammdeginu ómetanleg. Svo ekki sé minnst á alla gleðina sem snjórinn færir öllum sem eru ungir í anda.

Ég verð samt að viðurkenna að eftir snjóa- og umhleypingatíðina undanfarið fer skyldleiki snjósins og frænku hans rigningarinnar að skýrast, þetta er nú svolítið leiðigjarnt til lengdar.

Til að auka þolið ákváðum við Jens að bóka okkur sólarlandarferð til Tenerife í sumar.W00t Svona er stælinn á okkur þessa dagana, en ég held nú að við eigum það skilið, höfum ekki farið í sumarfrí síðan 2004 (áður en við kynntumst!) og kannski kominn tími á slíkan munað.Cool

Jæja, ætla upp í rúm og láta mig dreyma um sól og sumaryl, Pina Colada og lakkaðar táneglur!Kissing Ahhh....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband