Færsluflokkur: Bloggar

Að hafa áhrif!

Íslenski fáninnÍ öllu sem gengið hefur á hérna á Fróni hefur maður fundið til vanmáttar síns. Æðruleysið felst þá í því að viðurkenna það sem maður fær ekki breytt (efnahagskreppunni) og og framkvæma það sem maður fær breytt (t.d. líðan fólksins í kringum mann).

Og núna getum við líka reynt að ná sambandi við hinn firrta forsætisráðherra Breta og leiðrétt misskilning alþjóðasamfélagsins með því að skrifa undir á indefence.is.

Og sé maður ekki sammála yfirlýsingu indefence.is geta allir lagt sitt af mörkum á sinn hátt, líkt og örlátir eyjaskeggjar og frændur okkar í Færeyjum hafa gert.

Áfram Ísland!


Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni!

Snjórinn, eins yndislegur og hann nú er, kom mér að óvörum í morgun. Kolla, sem er alltaf á leiðinni á dekkjaverkstæðið, var ennþá á sumardekkjum.

Ég var því hálfvitinn sem stoppaði umferðina í morgun, stefndi mér og öðrum í hættu með ansi tæpum beygjum og kom of seint í vinnunaBlush

En hei, þetta reddaðist, ég og eðalvagninn komust heil í og úr vinnu í dag!

Til að koma í veg fyrir annan hálfvitalegan morgun fékk ég Jens og Kjartan til þess að skella vetrardekkjunum undir núna í kvöld (þau voru á felgum!).

Þeir sáu um að tjakka upp, losa og festa dekkinn. Ég fékk að losa og festa felgurnar og drösla dekkjunum inn og út. Tókst reyndar líka að skella skottinu á hendina á Kjartani og næstum því að týna einni róBlush

En hei, ég sýndi allavegana lit og reyndi að hjálpa til. Og kemst vonandi áfallalaust í vinnuna á morgun!


Föstudagskvöld

Við Jens ákváðum að taka afslöppun á föstudagskvöldið og ætluðum aldeilis að gera vel við okkur, vídjó og pizza. Verst hvað það höfðu margir aðrir fengið sömu hugmynd!

Á myndbandaleigunni ætlaði ég að skella mér á hina umtöluðu "Juno" en þrátt fyrir að hulstrið væri í hillunni var hún ekki inni, hún var frátekin fyrir einhvern sem hafði pantað hana á netinu. Ég gat ekki orða bundist við afgreiðslustúlkuna og tjáði henni að þetta væri í þriðja sinn sem ég lenti í því að hulstrið væri í hillunni en myndin frátekin og að mér þætti það afbragðslélegt. Þá "fann" samstarfsstúlka hennar ótrúlega fljótt eintak sem ég gat fengið lánað. Bónusvídeo hefur nú þegar fengið skriflega kvörtun frá mér, ég bíð spennt eftir svari!

Í kreppunni voru svo margir að panta sér pizzu að ég mátti bíða í rúman hálftíma í röð til þess að geta sótt pizzuna mína. Þessar mínútur hugsaði ég einkum um tvennt: 1.Ég hefði verið fljótari að baka pizzuna frá grunni. 2. Áhrifa kreppunar er greinilega ekki farið að gæta hjá almenningi að neinni alvöru.

Ákveðin í að láta neyslupirringinn ekki skemma fyrir mér kvöldið slöppuðum við af með ljúffenga (en síðbúna) pizzu í munni og athyglisverða (en illfáanlega) mynd fyrir augunum. Ég held ég reyni samt næsta föstudag að elda eitthvað sjálf og horfa á RÚV!


Að halda andlitinu (og niðr´í sér andanum!)

Ég var í jóga í dag. Allir að teygja sig og toga, anda djúpt inn og út.

Haldiði ekki að konan fyrir framan mig reki ekki svona svakalega við í einni teygjunni. Loftunin tók all-langan tíma, svo ég náði að velta fyrir mér hvort fötin hennar væru að rifna eða hvort hún væri virkilega svona lengi að reka við.

Staðfestingin barst mér með loftinu. Fnykinn var einungis hægt að túlka á einn vegSick

Mér fataðist jafnvægisstellingin og gat ómögulega andað, hvað þá djúpt og afslappað.

En mér tókst að halda andlitinu.

(En ég verð fyrir aftan einhvern annan í næsta jógatíma!)


Engin gúrkutíð!

Það er sko engin gúrkutíð núna....en það tekur mann smá stund að melta fréttirnar um "björgun" Glitnis. Angry

Að Lárus Weldins hafi í alvörunni fullyrt fyrir viku síðan að það væri sko allt í góðu lagi. Kaupþing og Landsbankinn segjast vera í góðum málum en hverju á maður að trúa?

Það kom að því að múltímilljónagæjarnir klúðruðu öllu og einkavinavæðingin fór illa. Ég fagna reyndar að allt það hæfileikaríka fólk sem fór til starfa hjá bönkunum snýr nú aftur í láglaunastörfin (kennarar, hjúkkur...) þar sem maður fær allavegana alveg örugglega útborgað. Þetta var launa- og fríðindafyllerí (ég heyrði af einni sem vann hjá Glitni, gifti sig og þeir splæstu öllu áfenginu í veisluna, og það var sko meira en nóg af áfengi) en nú er komið að timburmönnunum, bara verst að þeir skuli vera á minn kostnað....Crying

Eins og svo oft áður hitti Spaugstofan naglann á höfuðið (í 2 daga gömlum þætti) þar sem krónan finnst myrt og rannsókn málsins leiðir ýmislegt (dagsatt) í ljós!

Je minn, ég ætla að hneykslast svolítið lengur...


Íslensk sjónvarpsveisla!

alfheidur-akranesi-fani-einn-480Það er nú ekkert offramboð af íslensku sjónvarpsefni. Því fannst mér sérstaklega ánægjulegt í gær að horfa á hvorki meira né minna en 3 íslenska þætti í röð, á þremur mismunandi sjónvarpsstöðvum:

  1. Singing Bee á Skjá Einum. Ég er einlægur aðdáandi amerísku þáttanna, sú íslenska er ekki síðri, ég hefði getað fullt af þessum lögum!Cool
  2. Svartir englar (eða hvað hét þetta?), spennuþáttaröð á RÚV. Sum aukahlutverkin heldur illa leikin en skemmtilegir karakterar eins og Steinn Ármann leikur og að sjálfsögðu nektaratriði, þetta er nú einu sinni íslenskt efni á RÚV.Tounge
  3. Dagvaktin órugluð á Stöð 2. Byrjar vel, rammíslenskt og fínasta skemmtun!

Áfram Ísland!


Varúð -nostalgía!

81k78vy6Kjartan bróðir er fluttur í eigið húsnæði. Þegar einhver úr systkinahópnum nær þeim áfanga fer Mamma upp á háaloft og dregur fram allt dótið og draslið okkar sem er í geymslu þar. Núna tók hún allt dótið hans Kjartans og fann líka tvo kassa frá mér sem ekki höfðu fundist þegar ég flutti í eigið húsnæði.

Jeminn, þessir kassar voru greinilega innst inni á háaloftinu, dótið sem kom upp úr þeim!LoL

Greinilegt að ég fékk að pakka þessu niður sjálf, allt rækilega merkt og einnig mjög áhugavert hverju ég hafði pakkað niður:

  • Brjálað magn af postulínsstyttum! Þær munu nær allar fá framhaldslíf í Góða hirðinum...
  • Muniði þegar dótið úr "Magasin" (kjallarinn á Húsgagnahöllinni)voru vinsælustu afmælisgjafirnar, grímur og postulínstrúðar, hrikalega "nineties"!
  • Dagbók frá því ég var u.þ.b. 9 ára. Þar stendur "Sigurborg er ógeðslega heimsk og leiðinleg, 30% heimskari en þú heldur". SystrakærleikurinnKissing
  • POX, spil þar sem maður safnaði "poxum" með ýmsum svölum myndum.
  • Duddurnar, æði sem greip um sig og maður safnaði plast-duddum á neonlitað band og hengdi um hálsinn. Hrikalega kúl!

Ég held að þetta dugi, vona að jafnaldrar mínir hafi gaman að þessari hallærislegu upptalningu og dragi fram gamlan Spice Girls disk til að koma sér í gírinn


Að dansa eins og vitleysingur!

Skellti mér í dansjóga í dag. Þetta voru auglýstir sem skemmtilegir tímar með allskonar dansstílum, magadansi afró og kántrí. Það hljómar kannski svolítið skringilega en ég vissi frá fyrrverandi samstarfskonum mínum í Víkurskóla að þetta ætti að vera skemmtilegt, þannig að ég skellti mér.

Og þvíklík skemmtun, allt mjög frjálslegt og skemmtilegt! Og engin erfið spor, sem hentar mér mjööööög vel!

Minnti mig á hvað það gerir manni gott að setja góða tónlist á fóninn, stilla hátt og dansa eins og vitleysingur (muna þó að draga fyrir!). Svolítið eins og Paulo Cohelo talar um í bókinni "Nornin frá Portabello" þar sem söguhetjan kemst í samband við frumöflin í gegnum dans. Ég kemst nú reyndar ekki svo langt en byrja kannski á því sem stendur mér næst, sjálfri mér!

Góðar dansstundir Wink


Alveg óvart!

kisur gleðjaVið Jens erum búin að eignast gæludýr, alveg óvart!

Hún á víst heima í næsta stigagangi en hefur alltaf verið mikið við okkar stigagang og er afskaplega kelin og krúttleg. HeartÞegar fór að kólna núna í haust fór hún að venja komur sínar á okkar stigagang á næturnar, hann er lokaður og sjálfsögðu er hlýjast efst, hjá okkur. Hún kemur sér makindalega fyrir á dyramottunni og hringar sig í svefn. Kisan kippir sér lítið upp við umgang en malar fyrir alla sem gefa sér tíma til að strjúka henni og klappa.

En þeim bregður sem hafa verið í kvöldheimsókn hjá okkur og eru næstum búnir að stíga á hana þegar þeir kveðja!LoL

Svona eignast maður næturkisu, alveg óvart!


Af regnhlífum og roki

050526_gloomy_neweng_bcol2_6a.standardEins og þriðjungur Íslendinga fagnaði ég 222 ára afmæli Reykjavíkurborgar á Menningarnótt. Þar sem ég hélt að heiman um eftirmiðdaginn í grenjandi rigningu datt mér ekki annað í hug en að fara í regngalla og með annan útbúnað sem venjulega tilheyrir útihátíðum (semsagt ekki mjög smart, en hlýtt og þurrt!).

Á göngu okkar um bæinn tókum við Sigga vinkona eftir mörgum ónýtum regnhlífum sem ýmist var búið að troða ofan í tunnur eða lágu á götunum. Við gerðum grín á kostnað bjartsýnisfólksins með regnhlífarnar, enda vitavonlaust að nota þær á Íslandi nema á afar skjólsælum stöðum (þ.e. ekki miðborginni!)og þá í mesta lagi í 5 mínútur í einu (þá kemur aftur gjóla).

Sigga spurði sig þá afhverju í ósköpunum væri ekki búið að finna upp vindþolnari regnhlífar svo Íslendingar gætu spókað sig um í smart fötum með smart regnhlífar. Eftir nokkar vangaveltur komust við af því að hráefnið í slíkar ofur- regnhlífar yrði sennilega heldur dýrt og heldur ekki víst að regnhlífin gæti haldist jafn handhæg.

Og að lokum komust við að því að þó  maður væri með rándýra vindhelda regnhlíf væri ekkert grín að halda á regnhlíf í roki og maður þurfti sennilega að sleppa takinu á þeim á endanum, ellegar fara í flugferð eins og Mary Poppins og Amma Mús úr Hálsaskógi.

Það væri reyndar ekki leiðum að líkjast og í raun afskaplega umhverfisvænn ferðamáti. En kannski heldur áhættusamur. Ég mun því halda mig við hallærislega regngalla og tvo jafnfljóta, sem eru jú líka umhverfisvænir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband