Föstudagur, 6. október 2006
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt!
Jens hefur fengið að spreyta sig í nýju hlutverki þessa vikuna. Hann er búin að passa Alex litla tvisvar og fengið innsýn í heim pabbans.
Eftir fyrri daginn ( jah, þetta voru svona tveir tímar...) fann kokkurinn með stóru upphandleggina fyrir harðsperrum, þessi kríli síga nefnilega í.
Í seinna skiptið fór hann í atvinnuviðtal og tók auðvitað litla manninn bara með í vagninum. Sjaldan hefur Jens fengið jafn mörg falleg bros og góða strauma frá konum á jafn stuttum tíma. Núna veit Jens að konum finnst menn með barnavagna kynþokkafullir.
Hann treysti sér reyndar ekki í bleyjuskiptin, enda ekki verk fyrir óvana!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. september 2006
Sko, smá vandræði, sko!
Sko, þar sem ég er alltaf að reyna vera hagsýn ákvað ég að það væri kominn tími til að ég hætti að skipta við Símann og færa mig yfir til ódýra símfélagsins, SKO. Gleymdi bara smá, pínku ponsu atriði, gemsinn minn er læstur á net Símans...og nú dvelur hann á verkstæði Símans (tekur ekki nema 2-4 daga) og bíður frelsunar. Á meðan reyni ég að notast við gamla 3210 Nokia-jálkinn, en dagar hans eru algjörlega taldir þar sem hleðslan endist í 3 klukkustundir, án notkunar!
Ég er búin að taka þátt í ýmisskonar sprikli þessa vikuna, búin að spila Indiaka af miklum móð og haldiði ekki að Jens hafi gert við hjólgarminn minn í dag (ekki búið að taka nema tæpt ár...) þannig að við fórum saman út að hjóla í góða veðrinu í dag. Frábært að sjá hvað það voru margir úti að hjóla og flestir með hjálma, allt gott um það að segja!
Er ánægð með þáttökuna í skoðanakönnuninni æsispennandi, mér til furðu reyndist lýsið vera það sem kjósendum líkar best, í öðru sæti er Sana sol(æskuminningar...) og Frískamínið rekur lestina.
Bloggar | Breytt 26.9.2006 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. september 2006
Alvöru Cocoa Puffs!
Á annarri blaðsíðu Fréttablaðsins í dag er heilsíðu auglýsing frá General Mills. Yfirmaður þeirra í Skandinavíu brosir fallega á móti lesandanum um leið og hann afsakar þau leiðu mistök sem urðu þegar þeir breyttu uppskriftinni af Cocoa Puffsinu fyrir nokkru, en nú hafa þau mistök verið leiðrétt. Íslendingar geta nú aftur fengið gamla góða Cocoa Puffsið í verslunum.
Í gegnum huga mér flugu ýmsar hugsanir, en aðallega held ég að mér hafi fundist þetta krúttlegt. Þetta er ekki beint afbrot á Olíufélagsskalanum eins og halda mætti af lestri auglýsingarinnar. Spurning hvort að verslanaafgreiðlufólk þurfi að biðja viðskiptavinina afsökunar á þessu "hneyksli" eins og bensínafgreiðslufólki var bent á á sínum tíma...?
Ég hvet lesendur til að taka þátt í æsispennandi könnun hér á síðunni um vítamín, þarf að fá botn í deiluna um Frískamín vs. Sana Sol!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 18. september 2006
húff pjúff!
Jæja, þá eru þýskararnir sjö búnir að kveðja Ísland í bili og hin daglega rútína tekin við. Þjóðverjarnir voru allir afskaplega ánægðir með dvölina þrátt fyrir minniháttar áföll eins og týndar hótelbókanir, flybus á eftir áætlun og alvöru íslenskt rok og rigningu.
Þrítugsafmæli Jens var fagnað með pompi og prakt bæði á föstudeginum og svo var alvöru veisla á Flúðum á laugardeginum. Þar ber helst að nefna frábæra gesti, brjálaðar gjafir, flottasta kokteilbar landsins, heita pottinn, ofboðslega góðan grillmat, súkkulaðispilið góða og "Lost in Iceland"-bolina, en það var einmitt þema afmælisins!
Þökkum hér með öllum frábæru gestunum okkar og öllum þeim sem að hjálpuðu við undirbúningin og veisluna á einn eða annan hátt! TAKK!
Kíkið á myndirnar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. september 2006
Af leiðsögumönnum og eldhúsvigtum
Ég er að spá hvort meður geti fengið reynslu metna inn í Leiðsögumannaskólann?
Ekki nóg með að ég sé með fullt hús af þýskum gestum heldur tók ég að mér að verða mentor fyrir erlenda skiptinema í Kennó. Hef semsagt reynslu í að sýna og segja fólki frá helstu kennileitum borgarinnar, Gullfossi og Geysi og Kennaraháskóla Íslands.
Skiptinemunum "mínum" virðist ganga allt í haginn og þeir eru duglegir að biðja um aðstoð við ýmsustu hluti, t.d. er ég núna að athuga hvort að einn skiptineminn geti komist að æfa handbolta með konum. Allar upplýsingar vel þegnar...
Læt svo fylgja með skondið húsráð frá einni þjóðverjunni, hún vigtar nefnilega allt sem hún vill taka með sér (á eldhúsvigtinni) áður en hún pakkar því niður. Þannig voru fötin hennar fyrir Íslandsförina 6 kíló, hún valdi léttustu skóna til að taka með eftir nákvæma vigtun og athugaði meira að segja hvaða ilmvatn væri léttast!
Já, þjóðverjar eru sko pottþéttir..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30. ágúst 2006
Ma... ma... maður er bara orðlaus!
Mér svelgdist á morgunmatnum þegar að ég las Fréttablaðið í morgun: Árna Johnsen veitt uppreisn æru! Eftir að hafa kynnt mér málið á vísi.is virðist hinsvegar allt á huldu um þetta mál og enginn getur staðfest fréttirnar. Áhugavert að hvergi er minnst á málið á mbl.is.
Ég segi bara eins og þeir á vísi.is "Spurning um að veita Lalla Johns uppreisn æru og skrá hann í Sjálfstæðisflokkinn !!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. ágúst 2006
America´s got Talent.....í alvöru, váááá!
Var að horfa á síðustu þættina af Americas got Talent. Svolítið fyndið þegar maður er búin að horfa á nokkra þætti í röð, komin inn í þættina og tromma með "theme"-laginu. Margir kannast við þetta t.d. þegar maður horfir á nokkra Friends-þætti í röð.
Lokaþátturinn var þvílíkt konfekt, í alvörunni, það sem fólk getur gert! Þið getið séð þetta allt inn á nbc.com, slóðin er: http://www.nbc.com/Americas_Got_Talent/video/index.shtml#main
Stelpan sem vann er 11 ára, heitir Bianca Ryan og syngur eins og díva, þvílíkur kraftur!!!
Er farinn að spekúlera hvað ég geti gert fyrir fyrir X-factor hæfileikaþáttinn sem á að koma í staðinn fyrir Idolið í vetur, kannski maður hói fjölskyldunni bara saman og taki lagið, svolítill von-Trapp-fjölskyldu-fílingur, en auðvitað myndi ég poppa atriðið upp með steppdansi og sjónhverfingum....eða svona þjóðlegt, allir í lopapeysum og sauðskinnskóm að dansa skottís, syngjandi íslensk þjóðlög, vantar bara harmonikkuleikarann!
Er farin að æfa...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. ágúst 2006
Menning í Reykjavík
Var auðvitað á Menningarnótt í gær eins tæplega þriðjungur landsmanna. Aldrei þessu vant átti Jens frí þannig að við gátum spókað saman um bæinn. Við vorum nú ekkert að eltast við einhverja viðburði heldur röltum um og dáðumst af mannlífinu, mér finnst alltaf æðislegt þegar það er svona mikill mannfjöldi í bænum.
Buðum svo vinum og vandamönnum í heita súpu og annað góðgæti eftir flugeldasýninguna, það var alveg frábært hvað það kíktu margir við! ég var því miður ekki dugleg að mynda fólkið en skellti þó inn þessum fáu sem ég smellti af...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. ágúst 2006
Nýjar myndir!
Ég er næstum því hissa á sjálfri mér hvað ég er dugleg að setja inn myndir -ég held að nýja myndavélin eigi nokkra sök á því! Var að smella inn myndum úr þrítugsafmælinu hennar Tobbu " mágkonu" sem var haldið með pompi og prakt þann 15. júlí.
Þætti vænt um að fá öðru hverju "comment" frá lesendum mínum.. ég vona að teljarinn á síðunni sé ekki bara mínar eigin heimsóknir.
Samt nokkrir búnir að skrifa í gestabókina, takk fyrir það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. ágúst 2006
Heimur versnandi fer....
Ég er í sjokki, ég á ekki orð, hélt að þessi dagur myndi aldrei renna upp! Veit að þetta snertir marga íslendinga og skil ekki það hafi ekki verið nein umræða um þetta í þjóðfélaginu... nema kannski inni á Barnaland.is.
Sú litla mýflugumynd sem var af tískurisanum H&M á Íslandi er liðinn undir lok. Það er búið að loka H&M Rowells í Sverge og þá er heldur ekkert mini H&M á Íslandi. Þetta eru brot á mannréttindum! Þetta var eina uppbótin sem tískuþyrstir og blankir Íslendingar höfðu til þess að vega upp á móti þeirri staðreynd að það er engin venjuleg H&M búð á Íslandi (sem að er ótrúlega skrýtið, þeir myndu mala gull hér eins og annarsstaðar í Evrópu...)
Uhuhuhuhuhu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
BulluKolla
222 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar