Fimmtudagur, 17. desember 2009
Mismæli
Ég hef nú oft skrifað gullkorn barnanna sem ég kenni hérna á bloggið. Í dag mismælti ég mig allsvakalega og samstarfskonur mínar lögðu til að þetta yrði skráð eins og önnur gullkorn....
Ég var að lesa fyrir börnin um hann Pottaskefil. Til þess að skerpa athyglina hjá sumum börnunum getur verið gott að varpa fram spurningum svona inn á milli.
Kolla: Krakkar, haldið þið að hann Pottaskefill verði ekki graður þegar hann....
Börnin: Kolla, þú sagðir graður, hvað þýðir það?
Kolla: eh, um, svona eins og graðhestar!
Börnin: Kolla, afhverju hlæjið þið fóstrurnar svona mikið?
Kolla: eh, hún var að hvísla að mér brandara
Börnin: oh, viltu segja okkur líka!?!?
Mér til málsbóta verður að segjast að -r og -l eru mjög skyld hljóð, svona framburðarlega séð, enda ætlaði ég auðvitað að segja að jólasveinninn yrði glaður....
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahahaha snilld ! Greinilega gaman í vinnunni hjá þér ;)
Þyrí (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 09:37
Svona mismælir maður sig, þegar fólk er nýgift og hveitibauðsdagarnir ekki liðnir:) Í framhaldi af þessu var ég að lesa um nýjan landnemafugl sem fékk nafnið SORTTITTLINGUR
JMS (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 13:17
Sorrý ýtti á vitlausan takka áður en ég var búin. Fuglinn fékk nafnið SPORT-TITTLINGUR rétt skrifað. Þá datt mér nú bara Tiger Woods í hug mamma.
JMS (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.