Sunnudagur, 29. apríl 2007
Bara allt gott að frétta...
Jæja, þá er heilsan komin í gott lag aftur og verið að leggja lokahönd á lokaritgerðina góðu, ég ætla að skila henni á morgun. Þá verða bara þrjú verkefni eftir, jess!
Ég heyrði skemmtilega sögu um daginn. Í Kennaraháskólanum er mikið rætt um börn og flestir nemendur þar eiga líka börn. Einnig eiga margir nemendur von á börnum eða eru nýbúnir að eiga börn. Þannig ríkir nokkuð umburðarlyndi gagnvart börnum í þessum háskóla og vel þekkist að börn séu tekin með í skólann, t.d. til þess að sofa úti í vagni eða að reyna að láta þau þegja í kennslustund. Upp að vissu marki get ég skilið þetta en ég er þó þeirrar skoðunnar að háskóli sé ekki góður staður fyrir börn og að foreldrar eigi einfaldlega að taka sér frí í skólanum rétt á meðan þeir eru að koma þessum blessuðu börnum í heiminn.
Það virðist þó ekki viðtekin skoðun í skólanum og því skapast oft skemmtileg stemning t.d. í staðnámslotum, en þá koma fjarnemar í skólann. Hvert horn í kringum skólann er þá tekið undir barnavagna og foreldrar fylgjast með ungabörnunum með labb-rabb tækjum. Fjör færist þó í leikinn þegar að skólafélagarnir eru beðnir um að hoppa út og kíkja á krílinn. Einn kíkti óvart í vitlausan vagn og sagði í tækið "það er allt í lagi með barnið þitt" og skiljanlega kom mamma þess barns út í loftköstum því að hún hélt að einhver væri búin að ræna krílinu sínu!
Foreldrar eru samt ótrúlega ráðagóðir og margar ágætistlausnir verið fundnar til þess að mömmurnar geti sinnt námi sínu en um leið gefið krílunum brjóst. Þannig sér maður pabba koma þjótandi með krílin í frímínútum þar sem þeim er skellt á brjóstið og svo farið með þau aftur heim. Ég þekki líka dæmi um mömmu sem var í vettvangsnámi og fékk alltaf að fara heim í löngu frímínútunum til þess að gefa brjóst. Ein var þó aðeins of bjartsýn og mætti með tveggja vikna gamalt barn í vettvangsnám. Hún batt bara barnið framan á sig og ætlaði svo að kenna heilum bekk af 12 ára börnum um leið og hún gaf brjóst og skipti á bleyjum. Móttökukennarinn var víst svo hissa að hún kom varla upp orði en eftir tvo daga var skólastjóranum nóg boðið og konan vinsamlegast beðin um að taka vettvangsnámið þegar að betur stæði á.....
Ég hvet lesendur mín til þess að taka þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar, þetta er orðið æsispennandi!
Um bloggið
BulluKolla
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.