Laugardagur, 8. janúar 2011
Hið eilífa kennaratuð!
Ég veit að það er auðvelt að gagnrýna án þess að koma með aðrar tillögur að lausnum. Ég veit að það er ekki hægt að eyða peningum sem eru ekki til. En ég skil ekki hvernig virðist alltaf hægt að skera niður þegar allt kjöt er löngu farið af beinunum.
Það væri kjánalegt af mér að halda því fram að við á Íslandi höfum slæmt menntakerfi. Sé á heildina litið höfum við gott menntakerfi og það eru margir frábærir hlutir í gangi í íslenskum skólum (frá leikskóla upp í háskóla). Í flestum tilfellum er húsnæðið ágætt og kennslugögn líka. En starfsmennirnir (æji, þið vitið, sem halda þessu öllu gangandi) spyrja sig reglulega hvort það sé verið að hafa þá af fíflum (sem er frábær tilfinning og þykir mjög æskileg í nútíma stjórnunarfræðum).
Nákvæmlega þannig líður mér fyrir hönd leikskólakennara í Hafnarfirði og Kópavogi eins og Haraldur F. Gíslason lýsir svo vel í þessari grein sinni. Ég get ekki enn sagt til um mína líðan því ég ekki fengið upplýsingar frá vinnuveitanda mínum um í hvaða formi niðurskurðurinn verður í ár.
"Það geta allir sungið rokk, það geta allir spilað pönk, það geta allir verið gordjöss, það geta allir farið í sjónvarpsviðtöl, það geta allir verið í bæjarstjórn. En það geta ekki allir verið kennarar. Það geta ekki allir haldið jákvæðum og góðum aga á 23 barna deild eða bekk. Það geta ekki allir skapað með gleði vinnufrið til náms á 23 barna deild eða bekk. Kennsla er list. Góðir kennararar eiga skilið mannsæmandi laun og starfsumhverfi."
Og svo var það skólabílstjórinn sem mátti kenna en kennarinn mátti ekki keyra rútuna. Rökrétt?
Svara þér hér Sigurborg þar sem ég get ekki lengur skrifað athugasemdir: Forgangur starfsmannabarna er til kominn (af því að ég best veit) til þess að fá starfsmennina fljótar aftur til vinnu. Ég er alveg sammála þér að það er alveg jafn mikilvægt fyrir aðra foreldra að koma börnunum sínum inn á leikskóla en með því að taka starfsmannabarnið inn komast a.m.k. 3-10 önnur börn að í leikskólanum (því starfsmaðurinn er kominn til vinnu). Það eru nefnilega ekki nægilega margir sem vilja vinna á leikskólum (líka í kreppunni.....). Þetta hefur því hingað til verið "allir græða" hugsun á bak við þetta. Þegar nægt framboð verður af starfsmönnum er tímabært að taka þessi "fríðindi" af og sanngjarnt.
Eftir því sem ég best veit stendur ekki til að fella starfsmannaafsláttinn niður hjá Reykjavíkurborg. Það er ekkert óeðlilegt við það að mínu mati að starfsmenn á hverjum vinnustað njóti einhverrra fríðinda en kannski sanngjarnara að það sé í formi sem nýtist öllum starfsmönnum (aldrei hafa þessi fríðindi nýst mér barnlausri). Það sem gerir fólk reitt yfir þessari breytingu í öðrum sveitarfélögum er hversu brátt hana bar að og fyrir marga var þetta kornið sem fyllti mælinn.
Ég vil hinsvegar ekki bara kvarta og kveina og þakka hér með vinnuveitunum mínum hjá Reykjavíkurborg fyrir þau "fríðindi" sem ég hef. Ég fæ ókeypis bókasafnskort, í sund og á söfn borgarinnar. Eins og ég hef nýtt mér þetta hefur þetta sennilega sparað mér um 2000 krónur á ári. Einnig er vert að nefna að Reykjavíkurborg borgar starfsmönnum leikskóla ennþá svokallað neysluhlé en það var sett á í góðærinu sem smá launauppbót (fyrir að fá aldrei matar-og kaffitíma á "venjulegum" matar og kaffitímum). Þetta hefur haldist inni í Reykjavík en í staðinn hafa leikskólakennarar framlengt kjarasamninga frá 2006 eða 2007 án nokkurra launahækkana.
Takk fyrir skoðanaskiptin og stuðninginn
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo ynnilega-ynnilega sammála þér. ÉG-elsku besta ÉG- vil fá sömu laun og þingmenn/prestar með öllum þeim bitlingum sem fylgja. TAKK TAKK
JMS (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 00:11
Starfsmenn Reykjavíkur hafa ekki lengur forgang fyrir börn sín inn á leikskóla frá 1. apríl og starfsmannaafsláttur vegna barna verður afnuminn þann 1. september. Veit ekki um fleira sem á að breytast.
Anna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 11:42
Já, það eru nú ekki mörg eða dýr "fríðindin" sem maður nýtur en núna eru þau líka farin. Ég bíð grínlaust eftir því að þurfa borga fyrir teið mitt á kaffistofunni og leggja klink í púkk fyrir klósettpappírnum á starfsmannaklósettinu....
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 9.1.2011 kl. 17:38
Stend með þér systir! Styð ykkur heilshugar í baráttunni. Ég er hins vegar ekki hlynnt þeim svokölluðu "fríðindum" sem leikskólakennarar hafa haft. Finnst það einfaldlega vera ósanngjörn mismunun að leikskólakennarar fái forgang fyrir börnin sín, það á jafn yfir alla að ganga í þessu máli að mínu mati. Það er alveg jafnmikilvægt fyrir aðra starfskrafta að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Varla fá framhaldsskólakennarar forgang fyrir börnin sín eða starfsmenn heilsugæslunnar forgang fyrir börnin sín og svona mæti lengi halda áfram. Það sama gildir um afsláttinn. Væri afskaplega þægilegt fyrir starfsmenn spítalans að fá afslátt ef að börnin þeirra væru lögð inn. En svo er ekki svo að mér finnst það gott mál að þessi svokölluðu "fríðindi" séu afnuminn. Þau eru úrelt að mínu mati.
En ég segi það heilshugar að kennarar landsins eru eitt mikilvægasta fólk landsins, þau móta börn, krakka og unglinga þessa lands. Þau móta framtíðina að svo miklu leyti, ábyrgðin er svo mikil að það er engin spurning að þeir eigi að fá laun í samræmi við það!
Sigurborg Ósk (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.