Þriðjudagur, 26. október 2010
Corollan, gamla og nýja
Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverju ykkar þá tilkynnist það hér með: Keypt hefur verið ný sjálfrennireið og sú gamla seld.
Já, sá dagur rann upp að við hjónakornin opnuðum heimabankann og hugsuðum: "jú, þetta ætti að duga fyrir ágætum bíl." Eftir að hafa skrifað niður hvaða eiginleikar voru mjög mikilvægir fyrir nýja bílinn og hverjir væru æskilegir hófst leit að góðu eintaki. Bílasérfræðingar fjölskyldunnar voru kallaðir til og margan eftirmiðdaginn hrelldum ég og Kjartan bílasala í Reykjavík í von um að finna gott eintak. Skemmst er frá því að segja að það gekk ekki þrautalaust fyrir sig, í alvörunni, nær allir bílarnir sem við skoðuðum voru með ömurlega smur- og þjónustubók. Þegar bílakaupsþolinmæðikvótinn minn var alveg að verða búinn kom í sölu hjá Toyota umboðinu bíll eins og við vorum búin að leita að og eftir prufuakstur og gaumgæfilega skoðun komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri bíllinn. Tataaaa!
Ójá, 10 árum yngri en sá gamli og hlaðinn aukabúnaði sem ég er ekki vön s.s. fjarstýrðum samlæsingum, ABS-hemlum, útvarpstökkum í stýrinu, "cupholders", álfelgum, dökkum afturrúðum......Skemmst er frá því að segja að við hjónakornin erum mjög ánægð með kaupin og erum óðum að venjast þessari lúxuskerru.
Það er ómögulegt að blogga um bílakaupin án þess að minnast á gamla eðalvagninn, Toyota Corolla xli 1300 (ójá, krafturinn!) árgerð 1996. Það var sannkallaður fjölskyldubíll; Inga fyrrverandi mágkona átti hann, svo mamma í 5 ár og svo ég í heil 6 ár! Það er bíll með karakter eins og bíl á hans aldri sæmir:
- Ekki skrúfa framrúðurnar niður-þær eiga það til að festast þar
- Mundu að kúpla vel áður en þú setur í bakkgír
- einn lykill að hurðinni (nýr, báðir lásarnir voru orðnir gatslitnir) og annar til að starta bílnum
- Rauður að framan og aftan, ljósbleikur á toppnum og hliðunum (enginn klesst á þá hluta bílsins og þeir því aldrei verið sprautaðir)
- Ekkert ljós í skottinu (það leiddi út, best að fjarlægja það) og bara hægt að opna skottið að innan (enn og aftur, slitinn lás)
...svona svo fátt eitt sé nefnt Eðalkerran sú er nú í eigu 17 ára stráks. Vonandi sé ég hann samt á ferð hér um bæinn því ég verð að viðurkenna að við söknum hans svolítið. Í þessum bíl hef ég ferðast um flesta fólksbílafæra (og einn ekki fólksbílafæran) vegi á Íslandi, flestir fjölskyldu meðlimir hafa reynt að setja hraðamet á honum (ég vísa í umræðu á Snjáldurskjóðunni) og hann hefur haldið viðgerðarmönunnum pabba og Örvari í æfingu (efast um að þeir sakni hans eins og ég....)
Þannig að ef þið sjáið dökkgráa Corollu skutbíl á ferð um bæinn þar sem ökumaðurinn bremsar óþarflega harkalega (er að venjast ABS-hemlunum) eða brunar skælbrosandi upp Ártúnsbrekkuna á "vinstrustu" akrein (1600 vél er lúxus miðað við 1300 vél!) þá er það sennilega ég
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha, skemmtileg lesning.
Til hamingju aftur með bílakaupin!
Salvör (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 21:39
Til hamingju en og aftur með nýja bílinn.
Rétt hjá þér. sakna ekki gamla rauðs.
En ótrúlega hefur hann staðið sig vel miðað við aldur og fyrri störf.
Haraldur (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 21:54
Til hamingju með nýja bílinn!
Kannski var komin tími til að skipta ;)
Sá gamli virtist samt vera seigur!
Elín Ósk (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:30
Snilldar lesning mín kæra og innilega til hamingju með lúxusinn ;) núna ertu komin á station bíl þannig að ég bíð bara eftir fréttum af litlu kríli híhí :) sérstaklega þar sem að fæðingarorlofið er svoooo GEÐVEIKT, þökk sé okkar æðislegu ríkisstjórn ;)
Kær kveðja frá okkur í Stekkjartúninu
Sigrún Ágústa (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:38
Skemmtilegur texti! Toyota Corolla...gaedabíll...JAPANSKUR! Gód kaup hjá ykkur.
Japanskt...já takk. (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:51
flottur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.