Sunnudagur, 3. október 2010
Feimin eða frökk?
Ég sendi tölvupóst í dag á vikublaðið Reykjavík og gaukaði að þeim hugmynd að fjalla um allt það góða starf sem fer fram í skólum (grunn og leik) borgarinnar, svona til þess af jafna út allar neikvæðu fréttirnar um skert fæðingarorlof og barnabætur. Í tölvupóstunum sagði ég að það mætti gjarnan fjalla meira um hið jákvæða og góða í skólum á Íslandi- við erum nefnilega með góða og metnaðarfulla skóla hérna á klakanum.
Svo hugsaði ég að ég ætti kannski að líta mér nær og byrja á sjálfri mér og vinnunni minni. Feimnin í mér segir mér að það sé svolítið sjálfhverft en ég ætla að vera frökk og benda ykkur á sögurammana sem ég hef þróað í vinnunni hjá mér síðastliðin 2 ár, ég er nefnilega stolt af þeim.
Fyrir þá sem velta fyrir sér hvað ég geri eiginlega í vinnunni, annað en að snýta og skeina, bendi ég á vikulega fréttabréfið okkar á deildinni minni og myndirnar.
og eitt gullkorn í lokin:
5 ára strákur: "...og núna var minns dáinn."
5 ára stelpa: "Nennirðu að láta hann ekki lifna við aftur, ok?"
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gjé-eggjað! þetta er frábært hjá þér Kolla!
gvöð hvað ég væri til í að vera komin aftur í leikskóla og upplifa þetta, þetta er spennandi!
Það sem ég man úr leikskóla er "Home Alone" leikir úti á leikvellinum,
sullu busla í einhverju vatns-svæði,
vondur flórídana djús í drekkutíma og
læra hvað tvípunktar og kommur þýða þegar við förum að lesa.
Og já allir að glamra á svona járn þríhyrninga og syngja.
María Th. (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.