Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Gott mál
Við Íslendingar erum stoltir af tungumálinu okkar, íslenskunni- enda eitt sterkasta og mikilvægasta sameiningartákn okkar. Ég tel óhætt að slá því föstu að íslenskan okkar væri ekki svona "hrein" ef það hefði ekki verið rekinn öflugur áróður fyrir því að vanda mál sitt og vernda íslenskuna, sé hún t.d. borin saman við dönsku og þýsku.
Engu að síður er vinsælt að tala um hrakandi kunnáttu unga fólksins og slæmt málfar. Mér finnst oft erfitt að segja hvort ákveðnar málbreytingar eigi að flokkast undir slæmt málfar og hnignun íslenskunnar eða einfaldlega eðlilega þróun tungumálsins.
Ég hef tekið þá ákvörðun að reyna temja mér góða íslensku (t.d. hérna á blogginu) en auðvitað verða mér á mörg mistök og ég tala hvorki né skrifa kórrétta íslensku öllum stundum. Ég má þó til með að nefna tvennt sem mér finnst ansi áberandi hjá Íslendingum á Íslandi í dag:
1. Fallbeygingarleti: Í helgarblaði Fréttablaðsins (28. ágúst 2010) er stingandi dæmi um slíkt: Í Mecca-Spa er í boði námskeiðið "Í gott form með Sóley" (á að vera með Sóleyju). Aðrir fá þó nöfnin sín fallbeygð t.d. "Pilates með Lovísu" og Jóga með Theu". Ég tek oft eftir þessu í vinnunni þar sem Guðný, Dagný og Laufey fá nöfnin sín sjaldnast fallbeygð.
2. Þátíðarfælni. Dæmi: "Varstu að detta?" (enska:Were you falling) í stað þess að segja einfaldlega "dastu?" Það sem stingur mig í þessu er hin beina þýðing úr ensku, sem er oft mjög langsótt og í raun flóknari en að nota sögnina í þátíð. Þetta er alveg ótrúlega algengt og ef þið takið vel eftir eigið þið eftir að sjá að þetta er mjög algengt bæði í töluðu og rituðu máli.
Þá vona ég bara að það sé engin málvilla í þessu texta hjá mér (fyrir utan gæsalappirnar sem ég veit að eru ekki réttar, en verða að vera svona vegna tæknilegra annmarka).
Veriði ævinlega blessuð og sæl :-)
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist stefna í að þú gætir gefið út bók um sjúkdómsgreiningu íslensks málfars..styð það heilshugar! :)
Ég nebblilega vil tala og skrifa kjarnyrt og gott íslenskt mál en stundum held ég að ég vaði villu vegar í málfræðinni..jeg er syg! ;)
María Theo (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.