Færsluflokkur: Bloggar

Kynlífssögur

Ég heyrði frábæra sögu um daginn:

Kona og litli strákurinn hennar voru í kassaröðinni í Bónus. Eins og barna er siður fer strákurinn að suða um eitthvert smádót. Mamman gefur sig loks og segir að stráksi megi fá dótið " og svo verðuru að gefa mömmu koss fyrir!" Stráksi bregst illa við og svarar hátt og skýrt svo að allir í Bónus heyra " OJ, NEI! Ég sá þig kyssa tippið á pabba í gær og ætla sko ekki að kyssa þig!"

Konan mun hafa orðið nær fjólublá í framan og rokið út!

Þessi saga minnti mig reyndar á vandræðalegt atvik sem að lenti einu sinni í á leikskólanum, þessar dúllur segja manni nú ýmislegt!

Við matarborðið í leikskólanum. Ég er að gefa öllum að borða og eitt barnið er að segja mér frá ýmsu heima hjá sér. Ég hlusta með hálfum huga, humma og samsinni barninu. Alveg þangað til að barnið segir " Veistu hvað? Pabbi minn sagði við mömmu mína í gær að hún væri með vörtur á pjöllunni, tíhí!"

Og það eru ekki bara börnin sem geta verið óþarflega opinská um þessi mál. Ég var í IKEA um daginn og þá labbar ungt par framhjá mér: Hann: " Eigum við að ríða í kvöld?" Hún: " æji, ég veit það ekki...."

Í alvöru, er þetta eitthvað sem maður ræðir í IKEA? Og er algengt að fólk ákveði þetta bara, svona eins og maður ákveður hvað er í kvöldmatinn?


Á norðurslóðum

Guðrún afmælisbarnÞað er kominn tími á blogg, maður er alltaf svolítið latari við þetta svona á sumrin!

Um helgina fór ég norður með M&P til að fagna 6 ára afmæli norðlensku prinsessunnar, Guðrúnar Birnu. Að vanda var sól á afmælisdeginum hennar, góðir gestir, flottiar gjafir og að sjálfsögðu úrvalsveitingar. Ég setti inn myndir úr ferðinni, endilega kíkið á þær!Smile

Á leiðinni heim stoppuðum við á Blönduósi til þess að næra okkur. Þar er Potturinn og pannan búinn að opna fínan veitingastað. Við fengum okkur súpu, salat og brauð og það var bara mjög fínt, allavegana mun ljúffengara en sveittur sjoppuborgari! Þar er líka verönd fyrir framan staðinn og algjörlega frábært og til fyrirmyndar að hún er reyklaus, þannig gat maður borðað úti og notið veðurblíðunnar, þó maður væri ekki reykingamaður! Svona á þetta að vera!

Yfir og út í bili....


Það læra börnin....

Ég og Sigga vinkona gerðumst "sófakartöflur" í gær og gláptum á vídjó. Við höfðum leigt okkur teiknimynd, "Barnyard", til afþreyingar. Myndin reyndist svo leiðinleg að við gáfumst upp eftir 20 mínútur. Ruglaðastar vorum við þó yfir ótrúlegum staðreyndatilfærslum sem að framleiðendur myndarinnar leyfðu sér.

Aðalsöguhetjurnar eru tvö naut, þó að þeir séu ekki teiknaðir með horn. Eins og títt er í teiknimyndum standa þeir á tveimur fótum í myndinni, sem að er svo sem í lagi. Vegna þessarar útfærslu ætti að sjást í djásn þessara nauta, en nei, það eru teiknuð á þá myndarleg júgur!!!! Í raun voru bara teiknaðar beljur og karlkyns raddir látnar tala fyrir þær. Er það nema von að börnin séu rugluð...


Kolla hálfblinda

Venjulegur vinnudagur. Kolla "snoozar" símann of lengi og er því heldur sein fyrir. Snögg sturta,burstar tennurnar, greiðir hárið. Fer að leita að gleraugunum til að sjá smettið í heild áður en hún yfirgefur húsið. Kolla finnur ekki gleraugun og fer að leita gleraugnalaus en rekur nær nefið í borðplötuna og vaskinn áður en hún nær að sjá eitthvað. Engin gleraugu inni á baði. Rokið inn í svefnherbergi, engin gleraugu þar. Gömlu gleraugun dregin fram, rúminu snúið við (og Jens vakinn!), svefnherbergið grandskoðað, fer aftur inn á baðherbergi, engin gleraugu. Farin að blóta yfir að vera of sein í vinnuna.

Verður litið í spegilinn, gleraugun á hausnum, gleraugun fundin!

Það er ekki nóg með að ég sé hálf blind heldur er ég eins og alvöru kelling sem að "týnir" gleraugunum á hausnum!

Í alvöru...Crying


Kolla kennari

Skál fyrir okkur!Jæja, þá er mín búin að útskrifast með pompi og prakt og orðinn grunnskólakennari. Áfanganum var fagnað í Breiðuvíkinni, bæði með lítill veislu fyrir fjölskylduna um daginn og svo var útskriftar- og innflutningspartý um kvöldið. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir mig, fyrir allar gjafirnar og hlýju orðin, hvort sem er í veislunni, þrjú um nóttina eða kveðjur frá útlöndum!Heart

Endilega kíkið á myndir úr gleðskapnum!Wink


Næstum allt fullkomið í Grafarvoginum

Jæja,  þá erum við Jens orðinn Grafarvogsbúar! Flutningarnir gengu mjög vel, við vorum með nokkra bíla og öflugan mannskap þannig að það var búið að flytja allt á þremur og hálfum klukkutíma sem verður að teljast ansi gott!Cool Við erum reyndar ennþá að koma okkur fyrir en líður afskaplega vel í íbúðinni okkar.

Ég lenti í merkilegri lífsreynslu um daginn, ég prófaði að tyggja pappír! Það var þó ekki meðvitað heldur vildi svo til að ég var að borða pizzu sem að var með pappír á, þó að ég hafi ekki pantað það sem álegg. Að sjálfsögðu hringdi ég í pizzafyrirtækið og sagði þeim frá þessari miður skemmtilegu og í raun frekar ógeðfelldu upplifum. Stelpan í símanum lét eins og ég væri að kvarta yfir því að það væri skinka en ekki pepperóni á pizzunni og bauð mér rausnarlega að fá ókeypis pizzu næst þegar að ég pantaði hjá þeim. Og, nota bene, bað mig ekki einu sinni afsökunar á þessu!

Ég veit ekki hvort það er hversdagslegt fyrir starfsmenn Hróa hattar í Grafarvogi að fólk hringi og kvarti yfir pappír á pizzunum sínum en mér fannst þetta hreint ótrúlegt! í fyrsta lagi að það skyldi vera pappír á pizzunni. Í öðru lagi hringi ég og kvarta og gef þeim tækifæri til að laga þessi ótrúlegu mistök. En áhuginn og þjónustulundin er greinilega enginn, það er að mínu mati lágmark að biðjast afsökunar og það er líka lágmark að bjóðast til að koma með nýja, pappírslausa pizzu. Og þetta er bara lágmark.

Eitt er ljóst, ég mun aldrei aftur kaupa pizzu hjá Hróa hetti í Grafarvoginum, djö.., helv.... og andsk....Angry


Þá er komið að því!

Jæja, þá flytjum við á morgun! Búin að fá bíla, duglegt fólk og panta gott veður. Hentar okkur líka mjög vel að ónefnd pizzukeðja skuli hafa ákveðið að hafa megaviku akkúrat núnaWink

Við eigum eftir að sakna miðbæjarsjarmans svolítið, allra krúttlegu húsanna, Pétursbúðar og nálægðarinnar við miðbæinn þegar eitthvað er í gangi þar t.d. á Menningarnótt.

Við eigum ekki eftir að sakna rúntarins í leit að bílastæði og fólksins sem vekur okkur um helgar þegar það er á leið á djammið eða heim af því. Ég á heldur ekki eftir að sakna trampsins í nágrönnunum (þó þeir séu að öðru leyti ágætir) eða sturtuhengisins sem sogast að manni í sturtunni....

Við getum varla beðið eftir að fá okkar einkabílastæði, frábæra útsýnið, sólríku svalirnar, allt skápaplássið og eftir að trampa ofan á nágrönnum okkar. Svo ekki sé minnst á að útburður á Fréttablaðinu er mun stöðugri en í Vesturbænum og Bónus í Grafarvogi er helmingi stærri en sá á Seltjarnarnesi!LoL

Tja, eru það ekki bara öll lífsins gæði!?!

Spurning hvernig hljóðið í mér verður eftir flutningana. Hlaupin upp og niður stigana gera rassinn pottþétt stæltari en spurning hvort að það vegi upp á móti harðsperrunum og handleggjum niður að hnjám?FootinMouth

Góða helgiGrin


Búin að fá afhent!

Jens með lyklanaJæja, þá erum við búin að fá afhent! Íbúðin lítur vel út, auðvitað þarf að dytta pínu að henni, en ekkert stórvægilegt. Í gær kíktum við uppeftir og það var yndislegt að setjast út á svalirnar og njóta góða veðursinsCool 

Í þessum skrifuðu orðum eru Jens og Örvar bróðir að sparsla og pússa í íbúðinni en ég sit heima og er að læra. Reyndar kíkti ég aðeins niður í bæ áðan til þess að kjósa og svo til þess að berja risessuna augum. Hún er svakalega flott enda vakti hún mikla aðdáun áhorfenda þegar hún gerði leikfimisæfingar á Ingólfstorgi. Ég kíkti einnig á nokkra bíla sem urðu fyrir árás risaföðursins og það var gaman. Börnin sem sáu þá áttu ekki orð af hneykslun yfir óþekkt risaföðursins, þau voru sko alveg viss um að þetta mætti ekki!

En þá er að halda áfram með lærdóminn, næstsíðasta verkefnið!Wink


Skondið!

Það var rétt hjá Maríu, ég hefði átt að spara stóru orðin með hann Eirík Hauksson vin minn. Ég er reyndar enn vantrúuð á að hann komist upp úr undankeppninni en löngunin til þess að freista gæfunnar varð sannfæringu minni sterkari þannig að ég skráði mig í einhvern leik á SPRON þar sem maður getur unnið flatskjá.

Heppnin var með mér, ég vann sérmerktan júróvisjón bol og plakat með Eiríki!LoL

Ég bendi júróvisjón aðdáendum á bloggið hennar Laufeyjar í Helsinki.

Annars er ég á fullu í verkefnavinnu í skólanum ooooooog VIÐ FÁUM AFHENT Á MORGUN, ARGH!!!!W00t


Bara allt gott að frétta...

baby_011Jæja, þá er heilsan komin í gott lag aftur og verið að leggja lokahönd á lokaritgerðina góðu, ég ætla að skila henni á morgun. Þá verða bara þrjú verkefni eftir, jess!Wink

Ég heyrði skemmtilega sögu um daginn. Í Kennaraháskólanum er mikið rætt um börn og flestir nemendur þar eiga líka börn. Einnig eiga margir nemendur von á börnum eða eru nýbúnir að eiga börn. Þannig ríkir nokkuð umburðarlyndi gagnvart börnum í þessum háskóla og vel þekkist að börn séu tekin með í skólann, t.d. til þess að sofa úti í vagni eða að reyna að láta þau þegja í kennslustund. Upp að vissu marki get ég skilið þetta en ég er þó þeirrar skoðunnar að háskóli sé ekki góður staður fyrir börn og að foreldrar eigi einfaldlega að taka sér frí í skólanum rétt á meðan þeir eru að koma þessum blessuðu börnum í heiminn.

Það virðist þó ekki viðtekin skoðun í skólanum og því skapast oft skemmtileg stemning t.d. í staðnámslotum, en þá koma fjarnemar í skólann. Hvert horn í kringum skólann er þá tekið undir barnavagna og foreldrar fylgjast með ungabörnunum með labb-rabb tækjum. Fjör færist þó í leikinn þegar að skólafélagarnir eru beðnir um að hoppa út og kíkja á krílinn. Einn kíkti óvart í vitlausan vagn og sagði í tækið "það er allt í lagi með barnið þitt" og skiljanlega kom mamma þess barns út í loftköstum því að hún hélt að einhver væri búin að ræna krílinu sínu!

Foreldrar eru samt ótrúlega ráðagóðir og margar ágætistlausnir verið fundnar til þess að mömmurnar geti sinnt námi sínu en um leið gefið krílunum brjóst. Þannig sér maður pabba koma þjótandi með krílin í frímínútum þar sem þeim er skellt á brjóstið og svo farið með þau aftur heim. Ég þekki líka dæmi um mömmu sem var í vettvangsnámi og fékk alltaf að fara heim í löngu frímínútunum til þess að gefa brjóst. Ein var þó aðeins of bjartsýn og mætti með tveggja vikna gamalt barn í vettvangsnám. Hún batt bara barnið framan á sig og ætlaði svo að kenna heilum bekk af 12 ára börnum um leið og hún gaf brjóst og skipti á bleyjum. Móttökukennarinn var víst svo hissa að hún kom varla upp orði en eftir tvo daga var skólastjóranum nóg boðið og konan vinsamlegast beðin um að taka vettvangsnámið þegar að betur stæði á.....

Ég hvet lesendur mín til þess að taka þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar, þetta er orðið æsispennandi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband