Sunnudagur, 26. júlí 2009
Á feeeeeerðalagi!
Skelltum okkur í snögga verð um vestfirðina, Jens hafð aldrei komið þangað og ég ekki síðan á síðustu öld, eða nánar til tekið sumarið 1994, ef mér skjátlast ekki
Kom smá babb í bátinn þegar við vorum að pakka, svefnpokinn hans Jens fannst ekki og ekki stangir eða tjaldhælar í tjaldið mitt. Hvarf svefnpokans er enn ráðgáta en stangir og hælar hafa væntanlega orðið eftir á tjaldsvæði í Eyjafirði árið 2004, enda eina skiptið sem tjaldið hefur verið notað! Úr skortinum var bætt hjá örlátu systkini.
Við fengum alla dagana 3 frábærlega gott veður, sól og blíðu og sáum þannig vestfirðina skarta sínu fegursta, hver fjörður og fjallasýn var eins og mynd á póstkorti!
Gistum fyrri nóttina á ansi hrörlegu gistiheimili á Hólmavík (mæli EKKI með því!) Ég ákvað samt að skella mér í stutta sturtu og bað Jens um handklæðin sem hann pakkaði niður:
Jens: ég tók bara lítil handklæði...
Ég: Það er ekkert mál!
Og þá réttir hann mér gólfhandklæði, svona sem maður setur fyrir framan sturtuna! HAhaha, ég hló svo mikið að ég komst næstum ekki í sturtu!
Þið getið skoðað myndir úr ferðinni á myndasíðunni
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 26.7.2009 kl. 16:32
Haha snillingur. Þvottapoki hefði kannski dugað betur :)
Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.