Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Pirringur
Lati sumarbloggarinn skrifar nú til að fá útrás:
Var að ræða við tuðgjarna nágranna mína, það þarf nefnilega að laga glugga hjá okkur vegna fúa. Hef sem formaður húsfélagsins að sjálfsögðu kynnt mér lög og reglur þar að lútandi og veit því að viðgerðin fellur á húsfélagið, samkvæmt lögum.
Elskulegir nágrannar mínir geta ekki neitað því, enda stendur þetta í lögum, en sögðu mér hinsvegar að þeim þætti þetta frekja í mér, fólk gæti nú gert við sína glugga sjálft og ætti ekki að sníkja peninga úr hússjóðnum!
Mér fannst þetta nú ansi gróft og ákvað því að gera það sem ég geri helst ekki, svaraði fullum hálsi og gaf ekki míkrómetra eftir, sem virkaði því kella sá sér þann kost vænstan að segja kallinum að róa sig og fara að horfa á sjónvarpið og ræddi svo við mig öllu rólegri en áður. Hún gat þó ekki á sér setið og benti mér á (á aðeins penni hátt) að ég væri bölvuð frekja, aldrei myndu þau láta húsfélagið borga fyrir svona hjá sér!
Á slíkar ósvífnar sannar frekjur duga engin rök heldur reikningar, og hann munu þau (samkvæmt lögum) fá hvort sem þeim líkar betur eða verr!
Yfir og út í bili,
Nett pirraða fégráðuga frekjan
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt svona er til að þroska mann og gera mann að betri manni. Þakkaðu fólkinu fyrir að gefa þér tækifæri á að læra af þessu:) Mömmutuð.
Jóna Maja (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.