Nýja rúmið

Rúm 180x200 cm, hvítt MDF mass

Öðru hverju dregur til tíðinda hér í Breiðuvíkinni. Núna um helgina var stórviðburður þar sem við fjárfestum í rúmi og dýnum.

Síðastliðin 4 ár höfum við deilt 140 cm breiðu rúmi en undanfarin 2 ár hefur ekkert verið rúmið heldur bara dýna ofan á gamalli dýnu - sem er heldur mikil krepputíska sé miðað að þetta var árið 2007!

Til að halda áfram að vera ekki í tísku ákváðum við að haga okkur eins og fólk gerði víst árið 2007 og keyptum um helgina mun stærra rúm (180cm) og splæstum í sitthvora dýnuna fyrir okkur. Herlegheitin voru þó staðgreidd en ekki sett á VISA-raðgreiðslur líkt og tíðkaðist hjá landanum í góðærinu.

Rúmið finnst okkur vera svo stórt að það er eins og meginland í svefnherberginu. Við höfum svo mikið pláss að það er vandræðalaust hægt að vera í fýlu en sofa samt í sama rúminu. Ef skapið batnar og manni langar í knús er svo hægt að senda ljósmerki með vasaljósi yfir á hina ströndina (á krepputímum verður að notast við vasaljós en ekki rándýran fjarskiptabúnað eins og talstöðvar) og hittast svo í miðjunni til að knúsast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

250 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband