Af umferð og ókurteisi

bílaröðin

Í gær varð umferðarslys á Vestulandsveginum og þurfti að loka veginum í rúma 2 tíma. Ég var ein af þeim sem sat í bílaröðinni og beið eftir að hægt væri að opna veginn aftur. Ég get ekki sagt að það hafi verið neitt sérstaklega skemmtilegt, eiginlega alveg hrútleiðinlegt. Verra fannst mér þó að hugsa til þess að þarna hefði orðið svona alvarlegt slys og eins og venjulega vonaði maður að "þetta væri enginn sem maður þekkti."

Í sjónvarpsfréttum í kvöld var sagt frá því að fólk, sem var í röðinni eins og ég, hefði hringt bandbrjálað í lögregluna og beðið hana að hunskast burt með bílflökin. Ég get ekki annað en verið sammála lögreglunni um biðja fólk um að sýna þolinmæði, skilning og þroska við slíkar aðstæður þó það væri ekki nema afþví að þarna er um mannslíf að tefla. Í alvörunni, svona fólk ætti skammast sín og fá sekt, svona svipað og hægt er að sekta fyrir að koma ekki manneskju í neyð til hjálpar. Þarna var fólk í neyð og þeir sem áttu leið um Vesturlandsveginn gátu lítið annað gert til að hjálpa en að bíða.

Annars er ég ánægð með að íbúasamtökin á Kjalarnesi hafi látið í sér heyra, það er nefnilega ekki minni þörf á að breikka Vesturlandsveginn heldur en Suðurlandsveginn. Umferðarþunginn er orðinn gríðarlegur, hraðinn hefur aukist og því miður verða fleiri slys þar en á Suðurlandsveginum eða Reykjanesbrautinni.

Það er sennilega við hæfi á að enda þetta með því að biðja lesendur mína að fara varlega í umferðinni eins og ávallt!Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Batnandi manni er best að lifa, margir af óþreyjufullu og ókurteisu ökumönnunum höfðu samband við lögregluna og báðust afsökunar. Það finnst mér flott hjá þeim, það er ekki alltaf auðvelt að gera!

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 13.12.2006 kl. 00:30

2 identicon

Sæl Kolla Stjarnan mín..og nú vita það allir fyrir alvöru!  Gleymdi alltaf að segja þér að ég las greinina þína á visir.is og mér fannst hún virkilega góð, enda ekki við öðru að búast frá þér hehe..fyrirgefðu, rosalega sein að tjá mig um þetta, allt búið að vera á haus með skil á lokaverkefnum og síðan beint í próf sem eru ekki enn búin, en hey (gras)..kominn smá kæruleysisfílingur í mann. Er ekki búin fyrr en skammarlega stutt fyrir jól, 21.des og ég er alveg nett farin að flippa á prófaundirbúningi!!

Hlakka til að sjá þig í glimrandi hátíðarskapi og dressi um jólin!! Þið verðið á kjaló er það ekki??

María Th. (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

222 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband