Gleðisala

Lét eftir mér í dag að kíkja í tvær hættulegar búðir í dag. Hættulegar búðir fyrir mig selja fallega hluti fyrir heimilið... helst á freistandi verði!

Kíkti í Lauru Ashley, þar er ógrynni af fallegum hlutum, splæsti á mig (eða eiginlega íbúðina!!) einum hlut þaðan.

Fór svo yfir götuna í GLUGG-INN og keypti heilan helling þar! Þar er gleðisala og allt með a.m.k. 25 % afslætti (og þetta var ekki dýr búð fyrir). Virkilega þess virði að fara þangað, hellingur að fallegum kertum, kertalugtum, bastkörfum, glervösum, kertastjökum og öðrum bráðnauðsynlegum óþarfa á ómótstæðilegu verði!!!!Kissing

Og þá er ég búin að deila þessari gleðisölu með ykkur sem eru hrifin af bráðnauðsynlegan óþarfa eins og ég. Og fyrir ykkur sem finnst gullkorn leikskólabarna jafn yndisleg og mér þá gerðist þetta í dag:

Þriggja ára strákur bendir á magann á mér: "Ertu með barn í maganum?"

Ég : "nei, ég er ekki með barn í maganum."

Strákurinn: "varstu einu sinni með barn í maganum?"

Ég: "nei, ég hef aldrei verið með barn í maganum og ég á engin börn."

Strákurinn: "Þá þarftu að fara út í búð og kaupa þér barn!"

Sex ára börnin eru að sjálfsögðu kominn í enn dýpri pælingar og uppfull af visku. Einn 6 ára strákur "tók frekjukast" og grenjaði hátt yfir einhverju sem hann mátti ekki gera. Hin börnin horfðu forviða á og spurðu hvert annað af hverju hann léti svona. Þá sagði eitt barnið:´"Ég held að hann sé kominn með unglingaveikina!"Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elska elska elska Laura Ashley!

Salvör (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 16:50

2 identicon

Skrapp með góðum árangi á Gleðisöluna. 1.stk jólagjöf.

Jóna Maja (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 52355

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband