Sunnudagur, 19. apríl 2009
Pæling
Í þjóðfélaginu kemur öðru hverju upp jafnréttisumræða t.d. um kynbundinn launamun. Stundum finnst manni þessi umræða ýkt og líka leiðigjörn, alltaf sömu klisjurnar. Umræðan hefur reyndar ekki verið áberandi undanfarið enda um nóg annað að ræða í þjóðfélaginu í kreppu og kosningum.
Mig langar samt að deila með ykkur jafnréttis- og kynjatengdum vangaveltum mínum:
Ég er með þrjú dæmi úr bíómyndum/sjónvarpsþætti þar sem konur beita menn ofbeldi. Þeir eru allir elskhugar kvennanna og hafa gert eitthvað á þeirra hlut.
- Í síðasta þætti af danska gæðadramanu Sommers hrindir ólétt kona svikulum barnsföður sínum niður nokkrar tröppur þegar hann reynir að leita sátta eftir framhjáhaldið.
- Í Sex and the City bíómyndinni ber Carrie Big með risastórum blómvendinum eftir að hann guggnaði á að giftast henni. Mjög táknrænt þar sem hvít rósablöðin þeytast út um allt og liggja á víð og dreif eins og blóð.
- Í hágæðamyndinni The Notebook fara aðalsöguhetjurnar, Allie og Noah, að rífast. Hún gengur margoft að honum og slær til hans og krefur hann svara um framtíð sambandsins. Hann ver sig ekki heldur hörfar.
Allt eru þetta dæmi úr hágæða dramatísku efni. Ofbeldið er vægt en ofbeldi engu að síður þar sem konurnar hrinda, berja með blómum og slá til. Mennirnrnir verja sig varla og svara ekki í sömu mynt því að þeir "eiga þetta skilið".
- Vissulega eiga mennirnir í öllum tilvikum skilið að fá ærlegt orð í eyra en eiga þeir ofbeldi skilið?
- Ef við myndum snúa dæminu við, að karlarnir hefðu "danglað í " konurnar af sömu ástæðum, finnst okkur það í lagi?
- Eða er bara allt leyfilegt í ástum? Má maður bara "dangla í" elskhuga sinn ef hann gerir manni eitthvað slæmt, hvort sem það er karl eða kona?
Pæling...
Um bloggið
BulluKolla
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög áhugaverð pæling Kolla!
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 16:33
Fyrst þarf að skilgreina hvað er ofbeldi. Andlegt og eða líkamlegt. Það sem einum finnst ofbeldi finnst ekki öðrum, eða hvað? Er ærlegt orð í eyra ofbeldi? Er dangl ofbeldi? Kannski er þetta bara sparðatíningur en það er svo misjafnt hvað manneskjur skilgreina sem ofbeldi. Ég er á móti ofbeldi hverskonar, en þörf umræða. Jóna Maja
Jónína María Sveinbjarnardóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:16
Mjög áhugavert! Þetta virðist oft vera viðhorfið- réttæri kvenna í svona stöðu en einmitt ef við myndum snúa þessu við þá yrði allt vitlaust :)
Helena María (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:29
Já, mér finnst þetta áhugavert, að þetta sé sýnt svona í umræddum myndum en svo ekki gert meira úr því, eins og þetta sé allt í lagi, eða tákn um reiðina og særindin sem réttlætir þetta þá. Er viss um að þannig væri sjónarhornið væri dæminu snúið við þ.e. ef karlarnir beittu svikular konurnar ofbeldi.
En líka réttilega athugað hjá þér mamma, í þessari stuttu hugleiðingu er ekki skilgreint hvað ofbeldi er og auðvitað getur andlegt ofbeldi verið jafn slæmt og líkamlegt.
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 23.4.2009 kl. 13:55
hmm, kann geinilega ekki nógu vel á bloggið mitt, get ekki breytt athugasemdinni hér að ofan en þar átti að standa: Er viss um að þannig væri sjónarhornið EKKI ef dæminu væri snúið við...
Kolla klaufi
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 23.4.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.