Þvottavélin sem þoldi ekki viðbjóð

Ósköp venjulegur dagur í desember. Kolla ætti að vera læra undir próf en fær óstjórnlega löngun til að gera allt annað, líka það sem henni finnst venjulega leiðinlegt. Hún smellir því jólaplötu á fóninn, smellir í vél og vaskar upp með mikilli gleði. Skyndilega heyrast mikil læti og eftir nokkurra sekúnda umhugsun kemst Kolla að þeirri niðurstöðu að hávaðinn berist úr þvottahúsinu. Þar blasti við ófögur sjón, þvottavélin búin að steypa sér fram af eins og útvarpið í auglýsingunni sem þolir ekki viðbjóð, vatn sprautaðist úr krananum og þvottaklemmur og föt út um allt.

Eftir að hafa stöðvað vatnsflóðið hófst ég handa við að þurrka og hengja upp öll óhreinu fötin sem höfðu blotnað, ekki oft sem maður hengir upp óhreinan þvott! Þvottavélinni til lífs datt hún ofan á gúmmískóna hans Jens en ekki harða steinsteypuna, hún er allavegana ekki brotin. Um nánari heilsu mun þottavélalækninrinn ákvarða þegar hann kemur í heimsókn.

Skemmtilegt að raftæki heimilisins ákveði alltaf að fara yfir um þegar ég er ein heima í mestu rólegheitum, ég er alveg viðbúinn því að ísskápurinn springi í loft upp einn daginn!Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

222 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband