180° snúningur

Þegar ég hóf nám í Kennaraháskólanum haustið 2004 fékk ég oftar en ekki bágt fyrir að velja mér slíka menntun, allir vita að kennsla er illa borguð. Meira væri nú vitið að velja viðskiptafræðina og fá mér almennilega vinnu í banka.

Vorið 2007 útskrifaðist ég og hefði getað fengið vel borgaða vinnu í banka en valdi þó að snúa mér að illra borguðu en öruggu (og skemmtilegu)kennslustarfinu.

Vorið 2009 er hefur allt snúist við. Allir vita að bankastarfsmenn hafa margir misst vinnuna en að það sé hætta á að margir kennarar missi vinnuna sína, það er staðreynd sem ég átti seint von á.

Áhugaverð frétt um ástandið í Reykjavík hérna á mbl.is. Ég verð að vera sammála Svandísi þegar hún segist efast um að starfsmenn skólanna hafi stungið upp á mörgum af þessum sparnaðaraðgerðum, t.d. eins og að fækka kennslustundum í 2.-4. bekk.

Alltaf kemur upp í huga mér sú staðreynd að ekki var hægt að leiðrétta laun kennara í góðærinu og því síður í kreppunni. Og núna geta kennarar ekki einu sinni verið öruggir með störfin sín því auðvitað eru skólarnir fyrsti staðurinn sem þarf að spara enda skiptir menntun barnanna litlu máli fyrir framtíð landsins....

Er það bara mér sem finnst þetta öfugsnúið?!?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss piss, þetta er nú meira ruglið!

Maður verður bara reiður að sjá þessa forgangsröðun hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er alltaf sama sagan, grunnskólar og leikskólar skipta yfirvöldin alltof litlu máli. Það er eins og þetta fólk hafi ekki sjálft gengið í leik- og grunnskóla.

Að mínu mati geta þessi verktakar bara bitið í bonnið á sér. Þeir hugsa eingöngu um peninga og gróða, og eiga stóran þátt í því hvernig umhorfs er í Reykjavík þessa stundina. Ekkert nema háhýsi og risa byggingaklumpar í hrópandi ósamræmi við umhverfið sitt. Þetta kröfðu byggingaverktakar fram! Galtómar íbúðir og byggingar út um alla borg. Þeir eru með gráðugar klær og fá enga samúð að minni hálfu. 

Það á að standa vörð um grunnmenntun í landinu, framar öllu öðru!

(byggingaverktakarnir geta bara farið í skóla og fundið sér annað starfssvið.... eitthvað sem myndi virkilega byggja upp landið og efnahag þess) 

Sigurborg Ósk (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Takk fyrir þessa góðu athugasemd systa, ég er svo hjartanlega sammála þér!

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband