Peysuleitin mikla

Q15771-959Ég hef undanfarið saknað einnar flíspeysunnar minnar. Hef nú reyndar ekki mikið leitað að henni því venjulega finnst hlutirnir bara eftir nokkurn tíma.

Ákvað í dag að nú væri nokkur tími liðinn án þess að það bólaði nokkuð á flíspeysunni góðu og því tími kominn á leit.

Byrja á fataskápnum í svefnherberginu. Ekkert mín megin. Gæti hafa laumast með fötunum hans Jens, en nei, ekki þar. Forstofuskápurinn inniheldur ýmislegt forvitnilegt en ekki flíspeysuna mína.

Dettur í hug að lýsa eftir peysunni hér á bloggsíðunni, ég meina, kannski gleymdi ég henni bara einhversstaðar!?!

Kíki á kommóðuskúffuna með kokkafötunum, vona innilega að hún sé ekki þar því þá væri mjög mikil matar- og steikingarfýla af henni. Hjúkk, ekki þar.

Bíddu, hvað getur hún þá eiginlega verið? Ah, skoða þvottakörfunar, hvolfi úr þeim ilmandi óhreinum sokkum og fleiru girnilegu, en nei!

Þetta er mjög dularfullt. Er ég klofinn persónuleiki og man ekki eftir örlögum peysunnar? Höfum við verið rænd? Hvar er peysan!!??!!

Dettur í hug að gá aftur á slána í fataskápnum. Ekkert mín megin. en þegar kafað er milli jakkafatanna hans Jens, bíddu, bíddu, hvað leynist þar? Auðvitað flíspeysan góða!

En í alvörunni, af öllum stöðum, að hengja flíspeysu hjá sparifötunum?Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, góð frásögn hjá þér.

Alveg eins og barnabók væri skrifuð. Gæti heitið "Hvar er peysan hennar Kollu?"

 Klárlega metsölubók næstu jól

Sigga litla systir þín (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband