Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Hugljómun
Prump, að reka við, fret hefur alltaf verið vinsælt og sífyndið umræðuefni í minni fjölskyldu, enda margt afburðarafreksfólk í þessari listgrein náskylt mér.
Listgreinin er svo háþróuð að ákveðnir stílar eru til. T.d. er deluxe hávært en lyktarlaust og silent but deadly andstæða þess eins og nafnið bendir til.
Ég hef þó stundum velt fyrir mér hvaðan þessir einstæðu hæfileikar koma; það er ekkert okkar með nein sérstök magavandamál eða borðar þrumara í hvert mál. Kannski má færa rök fyrir því að þetta séu erfðir?
Í söngstund á leikskólanum fékk ég hugljómun þegar Gamli Nói var sunginn. Gamli Nói kann nefnilega að strumpa Strump og lætur strumpinn prumpa! Og eins og allir vita erum við Strumpafjölskyldan ( reyndar notumst við oftar við Skrýpla-nafnið en það er jú sama bláa smáfólkið).
Takk Gamli Nói fyrir að gefa okkur þennan einstæða hæfileika!
Um bloggið
BulluKolla
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAhahahahahahah, "lætur strumpinn prumpa"
Það er nú gott að þú sért búin að leysa Fjölskylduleyndarmálið Mikla. Kolla Klára
Annars tel ég mig klárlega vera afreksmanneskju í þessari listgrein, Prumpudísin sem eignaðist prumpuprinsinn
Kveðja frá Hvanneyri
Sigurborg Ósk (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.