Föstudagur, 20. febrúar 2009
Skoðanakönnun og áróður
Hva, ma, ma, ma, maður er nú svolítið hissa á niðurstöðunni í skoðanakönnuninni minni hérna á síðunni, þar sem heilir 7 hafa tekið afstöðu til nýju ríkisstjórnarinnar, en 3 telja að vinstri stjórn sé vonlaus. Það finnst mér heldur neikvæð afstaða, sérstaklega í ljósi þess að það verður erfitt að slá þeirri gömlu við í klúðri. Því er ég sammála a) þetta þurfti að gerast og b) gefum þeim tækifæri.
Og fyrst að ég er byrjuð á svona pólitískum áróðri ætla ég að hvetja alla til að skrifa undir áskorun um stjórnlagaþing til að endurskoða stjórnarskrána á nyttlydveldi.is.
Hafið það svo gott á dögunum framundan en fyrir þá sem eru leiðir á þessum venjulegu daga heitum eins og laugardagur og sunnudagur geta þeir næstu daga talað um nammidaginn, konudaginn, bolludaginn, sprengidaginn og öskudaginn!
Um bloggið
BulluKolla
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held þú vitir amk hvaða afstöðu ég tók :P
Salvör (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 00:11
Já, sennilega, en það er nú bara gott að fólk hafi mismunandi skoðanir og ræði málin, þá fást oft bestu niðurstöðurnar. Bestu kveðjur á Kársnesbrautina ;-)
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 25.2.2009 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.