Mánudagur, 9. febrúar 2009
Heimilisgyðjan
Vinkonur mínar úr Kennó komu til mín í "saumaklúbb" í kvöld. Ég ákvað að láta hendur standa fram úr ermum og prófa eitthvað alveg nýtt, ég er þekkt fyrir fá einfalda og sívinsæla rétti en ekki nýjungagirni. Fletti upp í hinni óbrigðulu Kökubók Hagkaups og fann girnilega uppskrift að núggat-marengsköku. Skellti mér á það.
Gekk rosa vel að gera kremið, náttúrutalent í að þeyta í marengs. Smá bobbi, finn ekki botninn í annað springformið. Hringi í kokkinn. Hann segir mér að leita betur í skápunum. Þykist vera búin að leita af mér allan grun en til að vera alveg viss fer ég hálf inni í hornskápana (þetta eru kjánalegustu og ónotendavænustu hornskápar í alheimi) vopnuð vasaljósi. Rekst þar á ýmislegt forvitnilegt sem við höfum saknað, finn líka botninn. Set marengsinn í og í ofninn. Djö... hvað er ég dugleg!
Fer að púsla saman 3 hæða kökudiskinum fyrir snarlið. Hmm, hefði kannski átt að skoða það aðeins fyrr... en þetta hefst með hjálp leiðbeininganna.
Ofninn pípir, nú mun dýrðin líta dagsins ljós! En, eh, man það núna að maður baka marengs á bökunarpappír, ekki í formum. Því mun þessi vel bakaði marengs ekki komast í heilu lagi á kökudiskinn.
Umm, hvað gera ráðagóðar húsmæður þá!?!
Nú, einn af einföldu en vinsælu réttunum marengs (í þessu tilfelli heimabakaður og skafinn úr forminu) með rjóma og ávöxtum og súkkulaðibráð yfir.
Hjúkk!
Takk fyrir jákvæðnina Binna og Helena, þetta var ekki sem verst eftir allt!
Um bloggið
BulluKolla
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha, þú hefur greinilega ekki bakað mikið af margengs um ævina
En batnandi húsmóðir er best að baka..... eins og þeir segja. Annars var þetta mjög góðu lausn hjá þér, sönn húsmóðir í huxun
Ég setti inn myndir á vefsíðuna okkar af Sveini Jörundi í fínu græjunni sem þið gáfuð honum í skírnargjöf, agalega flottur!
Kossar og knús í Breiðuvíkina frá litlu fjölskyldunni í -15° frosti á Hvanneyri
Sigurborg Ósk (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.