Föstudagur, 23. janúar 2009
Mótmælin
Mótmælin undanfarna daga hafa víst ekki farið fram hjá neinum. Ekki heldur leikskólabörnunum. Í gær voru nokkur í leik úti þar sem þau hentu grjóti í útiskúrinn og öskruðu "niður með ríkisstjórnina!". Aðspurð um athæfið sögðust þau vera að henda eggjum í Alþingishúsið. Og að ríkisstjórnin væri mennirnir sem réðu á Íslandi og þeir ættu að fara því þeir væru leiðinlegir.
Þá litum við kennararnir hvor á aðra og rifjuðum upp allt talið um að vernda börnin fyrir kreppuumræðunni. Átti það kannski ekki við um málefni tengd kreppukrabbameininu eins og mótmælum?
Allavegana er skjól fyrir því í leikskólanum, þar gengur lífið sinn vanagang og gullkorn eins og þetta verða til:
Kolla: Viltu færa kassann svo ég geti unnið í tölvunni?
Strákur: nei, maður segir vinnið.
Kolla: Nú, er það?
Strákur: Já, ætlarðu kannski að unna tölvunni!?! (og hnussaði!)
Þetta kalla ég sko sagnbeyingu í lagi
Um bloggið
BulluKolla
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.