Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Fretrassinn
Ég var viðbjóðslega dugleg í dag (þegar maður er viðbjóðslega duglegur kemur maður einhverju leiðindaverki í framkvæmd). Bruna í Toyota í Kópavoginum til að kaupa sílinder í bílhurðina (svo ég geti opnað og læst eðalvagninum mínum) og á leiðinni dettur mér í hug að ég ætti bara að skella honum í smurningu í hraðþjónustunni í leiðinni.Je minn, ég hreinlega dæsi og gleðst yfir myndarskapnum í mér, tvö dugnaðarverk í einu. Og akkúrat þá tek ég af stað í brekku; brumm, brummm, BRUUUMMM!!!! Pústurrörið dettur í sundur og hávaðinn og víbringurinn er svakalegur. Týpískt fyrir mig! Ég fæ hláturskast og á bágt með að leggja bílnum á næsta bílastæði. Hringi að sjálfsögðu beint í bílalækninn norðan heiða sem staðfestir að þessi læti geti bara komið frá ónýtu pústurröri.Þannig að núna á ég bíl sem er ekki hægt að læsa né opna, með ónýtu pústurröri, bilaðri handbremsu auk annarra karakter einkenna sem tilheyra 12 ára gömlum bíl.Ég get þó stolt sagt að hann sé nýsmurður!
Um bloggið
BulluKolla
Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er brilliant ;) sjáuðu manni hefnist bara fyrir að ætla dekra við svona vagna ;)
Helena María (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:15
Nákvæmlega..réttir þeim einn fingur og þeir taka allann handlegginn!!
Sætar myndir af systursyni! Setti inn myndir á facebook og tengdi þig við eina, hehe! Sjáumst í jóga á næstunni!
María Th. (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.