Skúffelsi

Við hjónaleysin ætluðum aldeilis að vera framtakssöm í dag og koma dálitlu í verk sem hefur staðið til í all nokkurn tíma. Því brunuðum við niður í þjóðskrá og fylltum samviskusamlega út eyðublað til þess að skrá okkur í sambúð. Réttum svo vingjarnlega ríkisstarfsmanninum útfyllt eyðublaðið (nokkuð stolt yfir framtaksseminni). Ríkisstarfsmaðurinn gerir eitthvað dularfullt í tölvunni sinni og tilkynnir svo okkur einfeldingunum að við verðum að koma með pappíra frá Þýskalandi sem staðfesti hjúskaparstöðu Jens.

Árans, höfðum ekki gert ráð fyrir þessu!

Og ekkert varð úr framtaksseminni, nú þurfa nefnilega tvö kraftaverk að gerast:

  1. Jens þarf að eiga frí í vinnunni svo hann komist í þýska sendiráðið og geti beðið um pappírana.
  2. Hann þarf að komast þangað á mjög tæpum opnunartíma þess, minnir að það sé opið á virkum dögum milli 10 og 12

Að því ógleymdu að Þjóðverjar eru heimsmeistarar í skriffinnsku og því mun þetta örugglega kosta vesen sem enginn sá fyrir.

Til þess að jafna skúffelsið út fórum við á Ruby Tuesday og fengum okkur ljúffengan kalkúnaborgara með avacadói.

Árans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, þetta verður Mission Impossible 4.

Jens á aldrei eftir að fá frí úr vinnunni og svo týnist hann eflaust í þýskri skriffinnsku.

Pottþétt hugmynd að nýrri mynd.  Hann er meira segja ansi líkur Tom Cruise! 

Sigurborg Ósk (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:15

2 identicon

svo lærir sem lifir... mannst það næst að hringja og spurja hvaða pappíra þarf að hafa...og spurja viðkomandi um fullt nafn.... (hef notað þettað eftir einmitt svona reynslu.) og það svínvirkar.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband