Þriðjudagur, 2. desember 2008
Gullkorn
Tveir fimm ára drengir sitja við matarborðið í leikskólanum. Annar þeirra er að segja frá ljósinu sem að fólk sér þegar það deyr og fer upp til himna. Hinn skllur þetta ekki alveg og spyr: "Bíddu, er þetta svona blátt ljós?"
-Já!
"Er það svona kringlótt?"
Já, einmitt þannig!
"Nú já, þú meinar friðarljósið!"
Annars er allt gott að frétta héðan úr Breiðuvíkinni. Nóg að gera hjá öllum við jólaundirbúning og vinnu. Ég er meira að segja búin að setja jólaseríu á svalirnar (með dyggri aðstoð Siggu vinkonu) og baka eina tegund af smákökum! Og hlusta sjálfsögðu á jólalög daginn út og inn og syng þau hástöfum á leikskólanum!
Já, nú minnir svo ótalmargt á jólin, hvert sem litið er....
Um bloggið
BulluKolla
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl, ég rakst á frásögn frá þér af brunchi á Gullfoss. Mig langar bara að vita hvort þú hafir fengið einhver viðbrögð?
kv. kristín
Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:59
Ég kem þér ekki alveg fyrir mig...
En jú, við fengum viðbrögð. Hótelið hringdi í mig og bað mig afsökunar en tók einnig skýrt fram að Gullfoss væri ekki rekinn af þeim. Svo hafði hann Guðvarður á Gullfossi samband við mig og bauð okkur gjafabréf í staðinn, þó vildi hann ekki samþykkja eða kannast við öll umkvörtunarefni okkar. Við þáðum gjafabréfið en höfum svo ekki haft minnsta áhuga á að nota það og nú er það útrunnið. Þegar maður lendir í svona hrikalegum brunchi langar mann bara ekkert aftur á staðinn.
En ég get mælt með brunchi á Hiton hóteli og að sjálfsögðu á nítjánda í veisluturninum!
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 3.12.2008 kl. 22:37
Yndisleg saga, að sjálfsögðu var það friðarljósið!
Annars erum við líka komin í jólagírinn, get reyndar ekki sett upp neinar seríur fyrr en eftir helgi en þá verður skvo sett í jólagírinn. Það verður allt skreytt hátt og lágt í nýju íbúðinni, var líka að frétta að músastigar væru jólaskrautið í ár! Kreppuskraut....
Sigga litla systir þín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.