Afmæli!

ummm!Allir muna hvað jólin voru miklu skemmtilegri þegar maður var barn og afmælið manns líka.

Sem kennari á leikskóla naut ég þeirra forréttinda að upplifa afmælisdaginn með börnunum (og auðvitað yndislega samstarfsfólkinu mínu). Þau vildu endilega syngja fyrir mig (3 heil erindi) og ég fékk mörg falleg faðmlög og slefkossa. Sumum fannst þetta svo merkilegt að þeir óskuðu mér til hamingju í tíma og ótíma allan daginnSmile

Eftir nokkrar vangaveltur komust þau líka að því að það væri ekki viðeigandi að kalla mig afmælisbarn, heldur afmæliskonu.

Takk fyrir allar hlýju kveðjurnar ykkar, í síma, á fésbókinni og í huganumWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 ég var þessi sem sendi þér í huganum.....

hey... Til hamingju með daginn í gær...

p.s. gleymdi að setja læsinguna á símann í gær og þegar ég tók hann úr vasanum var "Kolla" á listanum... skil núna afhverju.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:14

2 identicon

HEheh börn eru yndisleg. Vonandi var dagurinn góður kæra afmæliskona!

Salvör (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:34

3 identicon

heibb beibbs..þú manst að senda mér email er það ekki, master Yoga? :)

hvernig var afmælishelgin? vonandi frábær!! hlakka til að heyra frá þér, sjá myndir og fleira!

María Th. (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:31

4 identicon

Heil 3 erindi? Ég vissi ekki að afmælisöngurinn innihéldi 3 erindi!

En vonandi áttirðu góðan afmælisdag og þúsund þakkir fyrir frábæra helgi. Hún var æði

Sjáumst kannski þessa helgi, er að koma suður á morgun.

Kv, Bogga og bumbubúi 

Sigurborg Ósk (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

1. Hún á afmæli í dag

2. Hún er 25 ára í dag (þau giskuðu reyndar á að ég væri 14 ára, eða 49 ára!)

3. Hún hefur stækkað í nótt (enda vita allir að maður stækkar nóttina fyrir afmælið sitt!)

Þá hefurðu 3 erindi!

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

93 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband