Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni!

Snjórinn, eins yndislegur og hann nú er, kom mér að óvörum í morgun. Kolla, sem er alltaf á leiðinni á dekkjaverkstæðið, var ennþá á sumardekkjum.

Ég var því hálfvitinn sem stoppaði umferðina í morgun, stefndi mér og öðrum í hættu með ansi tæpum beygjum og kom of seint í vinnunaBlush

En hei, þetta reddaðist, ég og eðalvagninn komust heil í og úr vinnu í dag!

Til að koma í veg fyrir annan hálfvitalegan morgun fékk ég Jens og Kjartan til þess að skella vetrardekkjunum undir núna í kvöld (þau voru á felgum!).

Þeir sáu um að tjakka upp, losa og festa dekkinn. Ég fékk að losa og festa felgurnar og drösla dekkjunum inn og út. Tókst reyndar líka að skella skottinu á hendina á Kjartani og næstum því að týna einni róBlush

En hei, ég sýndi allavegana lit og reyndi að hjálpa til. Og kemst vonandi áfallalaust í vinnuna á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, um að gera að horfa á hlutina björtum augum!

 Varðandi kreppuna: að mínu mati hlýtur önnur tveggja útskýringa á neyslu íslendinga á krepputíma að vera málið....flestir Íslendingar eru á neyslufylleríi og versla grimmt föt, mat, óþarfa áfengi og ruslmat til að drekkja sorgum sínum, síðan eiga þeir eftir að vakna allharkalega upp. En hitt gæti líka verið að allt gangi bara sinn vanagang með kaupgleði Íslendinga, kreppan komi ekkert við þá og fréttamenn keppast kreppast við að blása eymdina og hræðsluáróður upp í fréttum.

María Th. (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

93 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband