Sunnudagur, 19. október 2008
Föstudagskvöld
Við Jens ákváðum að taka afslöppun á föstudagskvöldið og ætluðum aldeilis að gera vel við okkur, vídjó og pizza. Verst hvað það höfðu margir aðrir fengið sömu hugmynd!
Á myndbandaleigunni ætlaði ég að skella mér á hina umtöluðu "Juno" en þrátt fyrir að hulstrið væri í hillunni var hún ekki inni, hún var frátekin fyrir einhvern sem hafði pantað hana á netinu. Ég gat ekki orða bundist við afgreiðslustúlkuna og tjáði henni að þetta væri í þriðja sinn sem ég lenti í því að hulstrið væri í hillunni en myndin frátekin og að mér þætti það afbragðslélegt. Þá "fann" samstarfsstúlka hennar ótrúlega fljótt eintak sem ég gat fengið lánað. Bónusvídeo hefur nú þegar fengið skriflega kvörtun frá mér, ég bíð spennt eftir svari!
Í kreppunni voru svo margir að panta sér pizzu að ég mátti bíða í rúman hálftíma í röð til þess að geta sótt pizzuna mína. Þessar mínútur hugsaði ég einkum um tvennt: 1.Ég hefði verið fljótari að baka pizzuna frá grunni. 2. Áhrifa kreppunar er greinilega ekki farið að gæta hjá almenningi að neinni alvöru.
Ákveðin í að láta neyslupirringinn ekki skemma fyrir mér kvöldið slöppuðum við af með ljúffenga (en síðbúna) pizzu í munni og athyglisverða (en illfáanlega) mynd fyrir augunum. Ég held ég reyni samt næsta föstudag að elda eitthvað sjálf og horfa á RÚV!
Um bloggið
BulluKolla
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.