Miðvikudagur, 1. október 2008
Að halda andlitinu (og niðr´í sér andanum!)
Ég var í jóga í dag. Allir að teygja sig og toga, anda djúpt inn og út.
Haldiði ekki að konan fyrir framan mig reki ekki svona svakalega við í einni teygjunni. Loftunin tók all-langan tíma, svo ég náði að velta fyrir mér hvort fötin hennar væru að rifna eða hvort hún væri virkilega svona lengi að reka við.
Staðfestingin barst mér með loftinu. Fnykinn var einungis hægt að túlka á einn veg
Mér fataðist jafnvægisstellingin og gat ómögulega andað, hvað þá djúpt og afslappað.
En mér tókst að halda andlitinu.
(En ég verð fyrir aftan einhvern annan í næsta jógatíma!)
Um bloggið
BulluKolla
Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef líka lent í þessu og konan var eeekkert að kippa sér upp við þetta né að reyna að gera þetta eitthvað hljóðlátara. Ég gersamlega dó úr hlátri og átti bágt með mig það sem eftir var tímans.
Jóga er greinilega mjög losandi fyrir suma!
Salvör (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:52
Enn skondið :) ég hef líka lent í þessu, það rak gella við ....ég rétt náði að halda niðri hlátrinum. Greinilega mikil andleg og líkamleg losun ! :)
Helena María (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 14:02
Ja hérna..og ég sem var að spá í að kíkja í jóga!
heyrðu Kolla stjarnan mín..var að taka til í geisladiskaflóðinu mínu um daginn og veistu hvað ég fann..helling af Despó þáttum sem ég er með margra mánaða sekt á frá þér! afsakið afsakið..skila þeim við tækifæri!!
María Th. (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.