Engin gúrkutíð!

Það er sko engin gúrkutíð núna....en það tekur mann smá stund að melta fréttirnar um "björgun" Glitnis. Angry

Að Lárus Weldins hafi í alvörunni fullyrt fyrir viku síðan að það væri sko allt í góðu lagi. Kaupþing og Landsbankinn segjast vera í góðum málum en hverju á maður að trúa?

Það kom að því að múltímilljónagæjarnir klúðruðu öllu og einkavinavæðingin fór illa. Ég fagna reyndar að allt það hæfileikaríka fólk sem fór til starfa hjá bönkunum snýr nú aftur í láglaunastörfin (kennarar, hjúkkur...) þar sem maður fær allavegana alveg örugglega útborgað. Þetta var launa- og fríðindafyllerí (ég heyrði af einni sem vann hjá Glitni, gifti sig og þeir splæstu öllu áfenginu í veisluna, og það var sko meira en nóg af áfengi) en nú er komið að timburmönnunum, bara verst að þeir skuli vera á minn kostnað....Crying

Eins og svo oft áður hitti Spaugstofan naglann á höfuðið (í 2 daga gömlum þætti) þar sem krónan finnst myrt og rannsókn málsins leiðir ýmislegt (dagsatt) í ljós!

Je minn, ég ætla að hneykslast svolítið lengur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þá er bara að bíta á jaxlinn og kjósa svo "rétt".. ... það sterkasta sem við ( venjulega pakkið) getum gert.

held að þessu sé ekki alveg lokið ennþá...

but hey.. við spilum okkur í gegnum þetta... 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Auðvitað spilar maður sig í gegnum þetta, það er eðli hlutanna að þeir "reddast".

Og að sjálfsögðu kaus ég og kýs ávallt rétt

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband