Mánudagur, 22. september 2008
Íslensk sjónvarpsveisla!
Það er nú ekkert offramboð af íslensku sjónvarpsefni. Því fannst mér sérstaklega ánægjulegt í gær að horfa á hvorki meira né minna en 3 íslenska þætti í röð, á þremur mismunandi sjónvarpsstöðvum:
- Singing Bee á Skjá Einum. Ég er einlægur aðdáandi amerísku þáttanna, sú íslenska er ekki síðri, ég hefði getað fullt af þessum lögum!
- Svartir englar (eða hvað hét þetta?), spennuþáttaröð á RÚV. Sum aukahlutverkin heldur illa leikin en skemmtilegir karakterar eins og Steinn Ármann leikur og að sjálfsögðu nektaratriði, þetta er nú einu sinni íslenskt efni á RÚV.
- Dagvaktin órugluð á Stöð 2. Byrjar vel, rammíslenskt og fínasta skemmtun!
Áfram Ísland!
Um bloggið
BulluKolla
Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.