Mánudagur, 15. september 2008
Varúð -nostalgía!
Kjartan bróðir er fluttur í eigið húsnæði. Þegar einhver úr systkinahópnum nær þeim áfanga fer Mamma upp á háaloft og dregur fram allt dótið og draslið okkar sem er í geymslu þar. Núna tók hún allt dótið hans Kjartans og fann líka tvo kassa frá mér sem ekki höfðu fundist þegar ég flutti í eigið húsnæði.
Jeminn, þessir kassar voru greinilega innst inni á háaloftinu, dótið sem kom upp úr þeim!
Greinilegt að ég fékk að pakka þessu niður sjálf, allt rækilega merkt og einnig mjög áhugavert hverju ég hafði pakkað niður:
- Brjálað magn af postulínsstyttum! Þær munu nær allar fá framhaldslíf í Góða hirðinum...
- Muniði þegar dótið úr "Magasin" (kjallarinn á Húsgagnahöllinni)voru vinsælustu afmælisgjafirnar, grímur og postulínstrúðar, hrikalega "nineties"!
- Dagbók frá því ég var u.þ.b. 9 ára. Þar stendur "Sigurborg er ógeðslega heimsk og leiðinleg, 30% heimskari en þú heldur". Systrakærleikurinn
- POX, spil þar sem maður safnaði "poxum" með ýmsum svölum myndum.
- Duddurnar, æði sem greip um sig og maður safnaði plast-duddum á neonlitað band og hengdi um hálsinn. Hrikalega kúl!
Ég held að þetta dugi, vona að jafnaldrar mínir hafi gaman að þessari hallærislegu upptalningu og dragi fram gamlan Spice Girls disk til að koma sér í gírinn
Um bloggið
BulluKolla
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha Spice Girls verður blastað í tilefni af þessum ánægjulegu minningum
Sigga (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:53
Haha, já það er óhætt að segja að ýmislegt áhugavert hafi leynst í þessum kössum
BKE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:12
Hahaha snilld. Alltaf gaman að finna svona gamla kassa. T.d þegar ég flutti gróf ég upp gamlar skólabækur og las allar ritgerðirnar. Við getum orðað það svo að það var áhugaverð lesning. Hhehehe
Salvör (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:18
uss, ég man sko eftir pox og duddunum ;) ótrúlegt hvað maður pakkar niður...maður man aldrei að maður þarf að fara einn daginn í gegnum þetta aftur ;)
Helena María (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:42
het.. ekki henta pox spilunum.. til er nörda pox spilarar.... og ég þekki einn þar....
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:17
En fyndið og skemmtilegt hvað ég fæ margar athugasemdir á þessa færslu, ég sem hélt að þetta væri hundleiðinleg færsla, tíhí!
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.