Útlitið eða innrætið?

Ég horfi stundum á Britain´s next top model. Ekki af því að mér finnist gaman að sjá keppendurna rífast heldur finnst mér myndatökurnar svo skemmtilegar og flottar.

Einn dómarana er íslensk, Hugrún Ragnarsson eða Huggy. Ég sé að það eina sem fólk virðist taka eftir (alla vegana hér á Moggablogginu) er efri vörin á konunni, sem er vissulega óvenjuleg og heldur stór fyrir mína parta. En konan má eiga það að hún fellur ekki í fjöldann, þessi vör er einskonar vörumerki hjá henni. Og ef hún er ánægð með hana þá er þetta bara hið besta mál.

Fyrir nokkrum árum kom hún stundum við í sjoppunni þar sem ég vann og hún er mér eftirminnileg af þremur ástæðum:

  1. Hún keypti mikið magn af orkudrykkjum og kaffi, hefur sennilega verið að vinna að einhverju ljósmyndaverkefni
  2. Hún er með eftirtektarverðar varir og magnaðan six-pack á maganum
  3. Hún var einstaklega kurteis og almennileg, ég man að hún hrósaði mér fyrir hvað ég væri með fallegt hárKissing

Mér hefur reyndar fundist hún í þáttunum vera góður dómari, sérstaklega í síðasta þætti þar sem hún tók myndir af keppendunum. Og hvað sem vörinni líður get ég ekki séð annað en þetta sé hin almennilegasta kona og fær í sínu fagi. 


mbl.is Tískan er harður bransi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: caid

Hjartanlega sammála þér.

caid, 8.8.2008 kl. 11:17

2 identicon

Nákvæmlega!

Karma (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 11:28

3 identicon

alveg sammála. hef hitt hana Huggy í eigin persónu og hún var svo almennileg. ég lít mikið upp til hennar því hun er mjög fær i sínu fagi, sama hvað mikilli efrivör líður

elma (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 15:38

4 identicon

ha..eru þeir þættir byrjaðir? gvöð hvað maður er lítið inni í sjónvarpsmálum..hehe!  

veit bara að Anna Pihl er í kveld!

loksins loksins gamla góða útlit á síðunni komið í lag! lífið er lag!

cheerio!!

María Th, (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband