Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Komin heim í heiðardalinn
Jæja, þá erum við hjónaleysin (vá, það hljómar eins og við séum fimmtug!) komin heim frá sólarparadísinni Tenerife.
Fríið var yndislegt í alla staði og vel heppnað. Sum ykkar undrast kannski bloggleysið í fríinu en það er ekki ráðlegt að birta upplýsingar um slíkt á opinni vefsíðu fyrr en við heimkomu, ættingjar ræningjanna Kaspers, Jespers og Jónatans úr Kardimommubænum hafa nefnilega sama lífsviðurværi og þeir, bara í Reykjavík.
Við og allir hinir Íslendingarnir flugum með spænska "gæðaflugfélaginu" FUTURA. Í leiðindum okkar á flugvellinum gerðum við Jens veðmál um hvort að við fengjum að heyra "Velkomin heim" við lendingu. Ég sagði að það væru engar líkur á því hjá spænsku flugfreyjunum en Jens vildi meina að upptaka af ómþýðri rödd Íslendings myndi tilkynna okkur það í hátalarakerfinu. Okkur að óvörum var ein íslensk flugfreyja um borð og líkurnar mér því í óhag. En við lendingu tilkynnti þessi elskulega stúlka í hátalarakerfið " Velkomin til Keflavíkurflugvallar!" HAHAHA!
Við hefðum átt að veðja um hver myndi þurfa að sjá um allan þvottinn við heimkomu... ARGH!
Um bloggið
BulluKolla
248 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim! Takk fyrir afmæliskveðjuna :)
Vonast til að hitta á ykkur fljótlega, plönum hitting sem fyrst.
Salvör (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.