Jæja, jæja, jæja!

Girnileg framreiðsla

Vegna fjölda áskorana, grátbeiðna, mútutilrauna og afskipta opinberra stjórnvalda höfum við í þýska sendiráðinu á Bárugötunni ákveðið að láta undan þrýstingi og opinbera uppskriftina að hinni víðfrægu og sívinsælu súkkulaðimús!

Nú geri ég ráð fyrir að þið hafið fagnað nægilega og getið því einbeitt ykkur að hinni flóknu og dularfullu uppskrift:

Súkkulaðimúsin hans Jens

350 gr. suðusúkkulaði

2 egg

2 eggjarauður

50 gr. sykur

500 ml. rjómi

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Léttþeytið rjómann. Þeytið restina (egg og sykur) vel og vandlega saman. Bætið súkkulaði út í blönduna á meðan þeytt er. Hrærið léttþeytta rjómanum varlega saman við með sleif. Hellið í skál og kælið í 4-6 tíma. Athugið að nauðsynlegt er að sleikja sleikjuna, hrærivélaskálina og önnur áhöld sem notuð voru vel og vandlega svo að enginn dropi fari til spillis!

Þeim sem eru illa haldnir af súkkulaðimúsarþrá og framtaksleysi bendi ég á Veitingahúsið Geysi.

Verði ykkkur að góðu!Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vinirnir

NOH Bara búið að uppljóstra hernaðarkitchen leyndóinu......... best að stela því hihihihihi kv.Tobba Tútta

Vinirnir, 16.11.2006 kl. 00:18

2 identicon

Frábært framtak hjá ykkur í sendiráðinu! I looove you guys!

ú..skemmtilegir svipbrigðakallar!  heh..þessi heitir "undur og stórmerki", sést á honum!

Kær kveðja á Bárugötuna!! xxx María Th - kalin inn að beinmerg!

María Th. (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband