Reiði goðanna?

Hvar varst þú þegar skjálftinn reið yfir? Ein af þessum upplifunum sem maður mun seint gleyma, líkt og skjálftanum árið 2000 og árásinni á Bandaríkin 11. september.

Ég var nú bara í vinnunni, allir að hamast við að setja inn einkunnir, svo byrjuðu lætin. Ég upplifði þetta sem heila eilífð og var á leiðinni út þegar látunum loksins linnti.

Merkilegast í þessu öllu er að það skyldi enginn slasast alvarlega. Í vikupistli sínum í Fréttablaðinu spyr Þráinn Bertelson sig hverjum goðin hafa reiðst í þetta sinn en ég held að goðin hafi bara ekki reiðst, heldur haldið verndarhendi sinni yfir okkur.

Þau gætu reyndar líka verið að benda okkur á að Vestfirðirnir eru mun öruggara búsvæði jarðskjálftalega séð.

Eða einfaldlega viljað leysa kreppuna með róttækum og skjótvirkum aðgerðum, það eru jú ærin verkefni fyrir hendi í uppbyggingu!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einkunnirnar hafa ekkert hrunið niður nokkuð?

Gylfi (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Hehe, sem betur fer hélst netið inni og allar einkunnir líka hjá öllum afbragðsnemendunum mínum

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 1.6.2008 kl. 16:54

3 identicon

Ég var nú bara í myndastyttuleik við bekkjarfélaga mína hérna í Danmörku og sem betur fer náði skjálftinn ekki hingað því annars hefðum við öll verið úr leik á sama tíma!

Ég er alveg sammála þér systir góð, goðin og allar verur og vættir á Íslandi héldu verndarhendi yfir Íslendingum þegar skjálftinn reið yfir. Að ekki nokkur maður skyldi slasast alvegarlega er lyginni líkast og varla að maður trúi því.

Svo er nú ekkert betra á búa á Vestfjörðum, þar fær maður bara snjóflóð. Ef þú vilt búa á alveg jarðskjálftaöruggu svæði skaltu flytja til Danmerkur, hér gerist aldrei nokkur skapaðu hlutur. Jörðin alveg dauð og óttalegt veðurleysi alla daga, bara sól og logn. Hundleiðinlegt!

Ég kem svo heim eftir 18 daga

Get ég fengið súkkulaðimúsina hans Jens þegar ég kem í heimsókn? Hef bara ekki fengið almennilega súkkulaðimús í hálft ár, fyrir utan það að Danir eiga ekkert sem líkist íslenska Smámálinu.... 

Sibba litla systir þín! (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Ég vildi nú bara benda á að það er ekki alslæmt að búa á Vestfjörðum, byggðastofnun greiðir þóknun hverjum þeim sem gerir það! Og að sjálfsögðu getur þú fengið súkkulaðimús hjá Jens þegar þú kemur heim!

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband