Í dag varð ég Íslendingur

Sumum ykkar finnst fyrirsögnin kannski heldur mótsagnakennd en ég held að í dag sé ég orðinn sannur Íslendingur.

Þegar ég ólst upp var efnahagsástandið á Íslandi ekki alltaf gott. En frá því ég hef haft eitthvað með peninga að gera hefur efnahagslífið á Íslandi verið á blússandi ferð og allir haft nóg á milli handanna. Undan farnar vikur hefur lítið annað verið í fréttum en álit hins og þessa á efnahagnum og smátt og smátt hefur síast inn að núna séu aðhaldstímar í vændum. Engu að síður er það eins og að fá kalda tusku í andlitið að skrá sig inn á heimabankann og sjá að húsnæðislánin hafa hækkað um 350 þúsund á einu bretti.

Því líður mér núna eins og sönnum Íslendingi sem fær að upplifa verðbólguna og verðtrygginguna á eigin skinni.

Sem betur fer höfðum vit á því að spara til mögru áranna, nú eru þau runnin upp og þá er gengur þetta, mánuð og mánuð í senn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha, aldrei dytti mér annað í hug en þið hefuð vit á því að safna til mögru áranna systir góð!

Ég hef líka mikið upplifað mig sem Íslending hérna úti, því ég gæti alveg eins reynt að borga með Monopoly-peningum eins og íslenskum peningum....þeir eru sirka svipað mikils virði.

Kossar og knús yfir hafið til þín og Jens, hlakka til að hitta ykkur eftir rúmlega mánuð og skemmtið ykkur ógó vel í júróvisíon-partý! 

Sigurborg ósk (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 18:54

2 identicon

hva!!!!!!!!!!!!! er mér ekki boðið í eurovison partý????????????? í minni tíð þótti dónalegt að skilja útundan.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

93 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband