Gleðilegt sumar!

Jæja, ég fór loksins í dag og fagnaði sumrinu á viðeigandi hátt!

Dró hjólið fram úr geymslunni, það var að sjálfsögðu loftlaust eftir veturinn og engin pumpa til á þessum bæ. Fór því í göngutúr með hjólið á N1 á Gagnvegi, tekur ekki nema rúman hálftímaLoL Veðrið er svo yndislegt að ég hjólaði extra langa leið heim og kom við í Bónus til að kaupa efnivið í heilsu-smoothie, ahhhHalo Það var líka æðislegt að sjá alla krakkana úti að leika sér, það er jú besta merkið um að sumarið sé komiðCool Og "nýja" hjólið mitt er æðislega yndislegt, alvöru DBS-dömugötuhjól með fótbremsu, stýri sem maður situr uppréttur við og rassvænum hnakki. Pabbi breytti þessum gæðingi meira að segja í gírahjól, heilir 3 gírar og ég er hæstánægð (hef aldrei skilið hver notar 21 gír á hjóli).

Ég var meira að segja farin að gæla við að kaupa sæta körfu framan á hjólið og fara hjóla í síðu pilsi og sumarlegum mussum en mundi svo eftir að hjálmurinn fer afar illa við það og ég myndi sennilega flækja pilsið í keðjunni....Grin Ég held mig því við þjóðbúning nútíma íslenskra kvenna, gallabuxur og flíspeysu.

Gleðilegt hjólasumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kennaralaunin hafa  bara hækkað.....  

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 09:14

2 identicon

Það var ég sem sendi boðin áðan..... gleymdi að kvitta sorry

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:48

3 identicon

Hey, siss bara orðin fræg!

Maður sér bloggið þitt í blaðinu og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta hlýtur að vera eitt það jákvæðasta blogg sem ég hef lesið í langan tíma

og er eflaust ástæðan fyrir því að það var birt í blaðinu. Aðeins svona til að bæta og kæta fólk 

Ég vona að þú hafir það sem allra best og njótir þess að horfa á nýju hillusamstæðuna þína á hverjum degi!

Hlakka til að koma heim til Íslands, sérstaklega að koma í matarboð til ykkar Jens, nammi namm!

Kossar og knús frá litlu systir 

Sigurborg (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Já, það kom mér skemmtilega á óvart að þeir skyldu velja að birta bloggið mitt í Mogganum, mjög gaman af því!

 Og mér líst ágætlega á nýgerða kjarasamninga, þetta er allavega í rétta átt, ég þarf að kynna mér þetta aðeins betur og svo mun ég gera upp við mig hvort ég samþykki þá! En þeir leggjast vel í mig

Knús til baka til þín Sigurborg mín, hlakka til að fá þig heim en vona um leið að þú njótir þín vel í útlandinu Stóru systur knús

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

93 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband