Gott og vont, vont og gott

Jæja, er búin að fá svör, kvörtun mín hefur verið móttekin. Hótelið bæði hringdi í mig og sendi mér póst þar sem þau hörmuðu þetta og báðu mig þráfaldlega afsökunar. Þau tóku líka skýrt fram að Gullfoss væri ekki rekinn af hótelinu heldur honum Guðvarði. Guðvarður á Gullfossi er líka búinn að móttaka kvörtun mína en þarf að ræða við hinn "þjónustulundaða" Frank til að heyra hina hlið sögunnar. Áhugavert að sjá hvað kemur út úr því!Errm

En svo ég tuði ekki bara hérna á blogginu verð ég að segja ykkur frá tveimur frábærum atburðum sem ég hef farið á s.l. tvær helgar.

Sigga vinkona gaf mér í afmælisgjöf að við færum á minningartónleika meistarans Vilhjálms Vilhjálmssonar í Salnum, Kópavogi. Ég er mikill aðdáandi Villa, hann var frábær söngvari og söng skemmtileg lög með æðislegum textum. Tónleikarnir voru líka yndislegir, líka mjög góðir söngvarar og góð stemning í salnum. Svona tónleikar eru andleg næring fyrir sálartetrið.Heart

Um síðustu helgi skelltum við okkur svo nokkur úr vinnunni í Borgarnesið á hinn víðfræga Mr. Skallagrímsson. Hann stóð algjörlega undir væntingum, skemmtileg og fræðandi sýning og það myndast líka góð stemning á söguloftinu, allt öðruvísi en hefðbundið leikhús. Núna þyrstir mig bara í meira, stefni á sumar að skoða líka safnið á Landnámssetrinu og sjá leikritið um Brák. Einhverjum sem langar með mér?Cool

Svo vil ég bara minna ykkur á að það er alveg að koma sumar, svona dagtalslega séð! Íha!Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey Siss!

Helvíti líst mér vel á þessa kvörtun hjá. Bara að láta þá fá það óþvegið! En samt mjög fagmannlega 

 Ohh....ég vildi óska að ég hefði verið á þessum tónleikum með þér. Villi Vill er einn af Íslands bestu söngvurum!!!

En hjá mér er skvo komið sumar, varla að maður geti verið í þunnum sumarjakka sem utanyfirflík... 

 Kæmpe kæmpestort kram fra Danmark! 

Sigurborg Ósk (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:50

2 identicon

Svona á að gera þetta! Auðvitað læturu vita ef þjónustan og veitingar eru ekki uppá fimm! Algjör mood-killer að lenda í svona..

Oh, æði!! Hefði verið til í að skella mér á tónleikana..en hvernig var það..var gerð almynd af kallinum þannig það væri eins og hann væri uppá sviðinu að syngja?? Las það í blaðinu að það stæði til en svo sá ég ekkert meira um það

Kolla mín..bið kærlega að heilsa í Grafarvoginn! Er hægt að bóka ferð í alvöru-brunch í lok maí/byrjun júní, eftir því hvað hentar þér? Þú, ég, Sigga Magg, Lind og ef það eru fleiri sem vilja koma með

María Th. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Takk fyrir þetta stelpur! Nei, það var engin almynd af Villa Vill á tónleikunum, bara fallega innrömmuð mynd. Og ég er alveg til í brunch, verum bara í bandi þegar nær dregur ;-)

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 27.4.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband