Starfsmaður á plani

Ég hef lúmst gaman að skoðanakönnuninni sem er í gangi hérna hjá mér. Ég er að velta fyrir mér hvað ég eigi að taka mér fyrir hendur næsta vetur. Ég hef sérstaklega gaman af þeim sem kaus "Gamla, góða Esjuskálann", ég á nú þegar fimm ára glæstan starfsferil þar, verst að ég get ekki orðið starfsmaður á plani þar sem það er bara sjálfsafgreiðsla. Ég átti kannski möguleika á því þegar ég vann á Shell á Laugaveginum (þar sem Næturvaktin var einmitt tekin upp) en ég var bara vaktstjóri og réð yfir starfsmanni á plani, hehe. 

Það er nú reyndar áhugavert, í þáttunum er fólkið sem að vinnur þarna svona áhugavert en mín reynsla var sú að kúnnarnir voru ekki minni karakterar. T.d. eru nokkrir yndislegir fastakúnnar sem búa í Sjálfsbjargarhúsunum, þeir voru alltaf mjög kurteisir og þægilegir kúnnar. Það kom líka slatti af þekktum andlitum þarna við og vel stæðir stresskarlar á fínum bílum, þeir voru því miður ekki alltaf jafn þægilegir. Sumir sáu sig reyndar knúna til þess að hreyta ónotum í Sjálfsbjargarfólkið, sem getur nú fæst gert af því hvernig það er. Einn þeirra sér um kerrurnar fyrir Bónus í Kringlunni og heilsar mér ennþá þegar hann sér mig, mjög krúttlegt.

Svona man maður ennþá eftir kúnnum, ég stend mig t.d. oft að því að nikka til fastakúnnana úr Esjuskálunum þegar ég rekst á þá í Krónunni í Mosó, eða sé fólk sem er greinilega að virða mig fyrir sér og reyna muna hvaðan það þekki mig.

Það er nefnilega sama hvaða vinnu maður er í , það er fólkið sem maður vinnur með sem gerir starfið af því sem það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt!! samstarfsmenn móta starfið..úff, Esjuskálinn our old famous and glorious place of work! hvernig væri nú það að sækja um þar?

rakst á Lind um daginn og við erum búnar að plana fyrir þig, heimsókn okkar til þín í maí þegar mesta skólastressið er runnið af okkur öllum! Erum báðar mjög spenntar að sjá nýju stofuna!!

Og mér líst vel á það að þú skiptir um starfsvettvang, annan skóla, ef samstarfsfólkið er ekki að betrumbæta sig.

María Th. (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

93 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband