Miðvikudagur, 19. mars 2008
Að fara yfir lækinn til að sækja vatnið
Já, núna hef ég fréttir handa ykkur! Ég veit að margir eiga ekki eftir að trúa eigin augum og aðrir eftir að missa hökuna niður á bringu af undrun.
Sá merkilega, nánast óhugsandi atburður er í þann mund að fara gerast á heimili okkar Jens.......
að.....
það kemur sendibíll......
MEÐ NÝJAR HILLUR Í STOFUNA!!!!
Jájá, takið ykkur bara tíma í að melta þessar fréttir. Við erum búin að vera safna okkur fyrir þeim og núna í páskafríinu gafst tími til að flækjast á milli húsgagnaverslana höfuðborgarsvæðisins. Við vildum að sjálfsögðu skoða úrvalið, "kíktum" í u.þ.b. 15 verslanir eða svo.
Af þessum skoðunarferðum má draga eftirfarandi lærdóm:
- Öll eikarhúsgögn eru gerð fyrir hálftröll eins og Hagrid.
- Viðarhúsgögn í sveitastíl eru af mjög lágum gæðum en á uppsprengdu verði.
- Báðir þessir flokkar hafa hvorki segla til að loka skápum né hjól á skúffum, mjög þjált í umgengni.
- Dýrast af öllu er nútímalegt "designer"dót, við sáum skenk á 7oo þúsund og hillu á 600 þúsund. Það dugar vel fyrir bíl, en ég skal viðurkenna að þau voru bæði falleg og gæðin voru fín.
Þrátt fyrir opinn huga og ótal verslanir fundum við ekkert sem að heillaði okkur, nú eða við vorum sammála um. Allra síðast fórum við því í IKEA, allir sem þekkja mig vita að ég er einlægur aðdáandi og neytandi. Við komumst af því að IKEA býður í alvörunni upp á gæðahúsgögn á fínu verði. Þá átti bara eftir að komast að samkomulagi um hvaða húsgögn skyldu verða fyrir valinu. Ég er svo hrikalega skotin í LIATHORP- línunni en Jens finnst hún of hvít. Ég harðneitaði að kaupa allt í viðarlit, það væri of mikið af hinu góða með parketinu og fallegu viðarhurðunum. Við tókum um 3 tíma samningaviðræður. Þar af voru tveir tímar í Ikea (Jens var farinn að kunna vörulistann og rata um búðina jafnvel og ég og ein kona spurði um aðstoð, hún hélt við værum starfsmenn) og einn tími á sófanum heima. Klukkan 19:02 í gærkvöldi náðist samkomulag, það var innsiglað með handabandi og brunað í Ikea til að kaupa allt heila klabbið.
Akkúrat núna erum við semsagt að bíða eftir sendiferðabílnum með nýju fallegu hillurnar okkar. Búin að rýma til í stofunni og íbúðin því á hvolfi.
Ég hlakka svo til!
Um bloggið
BulluKolla
248 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 52456
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.