Af ljósmyndum og kvikmyndum

Er að hlaða inni myndum af hinum ýmsu tilefnum, geisladrifið á tölvunni komið í lag og tölvan komin aftur "heim".

Góðvinir mínir, Flensa og Hæsi, heilsuðu upp á mig í vikunni og hef þar af leiðandi eytt meiri tíma en venjulega í félagsskap sjónvarpsins. Alltaf hressandi að rifja upp klassískar bíómyndir eins og Bridget Jones 1&2 og Love actually. Sá einmitt svona topp 10 lista yfir bestu myndir allra tíma, ég verð nú bara að segja að ég er ekki baun sammála þessu. Allar Hringadróttins-myndirnar, The Godfather og STAR WARS. Veit ekki með ykkur en þetta eru ekki bestu myndir sem að ég hef séð! Ekki samt misskilja mig og halda að Bridget Jones sé það, svona gæðalega séð. En ég myndi smella Love Actually  á topp 10! Gaman að heyra skoðun ykkar á þessu...

Horfði ekki bara á bíómyndir, Skjár einn hélt líka á mér félagsskap hvaða skoðun sem maður hefur nú á dagskránni þá er ótrúlegt að þeir skulu alltaf, á hverjum degi, vera á eftir auglýstri dagskrá.´Gleyma örugglega að reikna auglýsingarnar inn í eða eitthvað....Hlæjandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úú..sætar gellur á myndinni! ;)

Uh, mér finnst LOTR myndirnar eiga skilið að vera á listanum og jú..ætli godfather og star wars fái ekki góðfúslegt leyfi. En ég er sammála, Love actually á alveg heima á listanum líka!

Frábær afmælisveisla hjá þér darling! Hugsa enn dreymandi og slefandi um ostakökuna ljúffengu og annað góðgætið..hehe. Og fljótandi veitingar voru sko ekki af skornum skammti!
Hvernig var síðan sunnudagurinn?? :)

Knús frá köldu Hvanneyri! María

María Th. (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

222 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband