Áfram Víkurskóli!

Æsispennandi keppni í Lífshlaupinu. Starfsfólk Víkurskóla er í 5. sæti fyrirtækja með 30-70 starfsmenn. Við stefnum á 3. sæti (þá fáum við verðlaunHalo). Og að sjálfsögðu verð ég að hvetja mitt lið, við erum nefnilega Valkyrjurnar!!!!

En að allt öðru.

Ég var svolítið með gullmolann Guðrúnu Birnu um helgina. Daman er orðin 6 ára og gengur í Giljaskóla á AKureyri. Hún er mjög dugleg að lesa og verður að stauta sig fram úr öllum texta sem fyrir augu ber, mjög krúttlegt. Á föstudeginum fórum við venju samkvæmt að gefa öndunum brauð og fengum svo köku hjá Jens. Það er margt að brjótast um í kollinum hjá 6 ára hnátum. " Kolla, hvernig urðuð þið Jens skotin í hvert öðru?" Ég sagði henni að við hefðum verið að vinna á sama hóteli, hann var kokkurinn og ég var í móttökunni. Hann var alltaf að gefa mér kökur og gotterí og þá varð ég bara svo skotin í honum. Hún virtist vera sátt við þessa útskýringu.

Tveimur dögum seinna er hún aftur í heimsókn hjá okkur. Þá spyr hún Jens á nokkurra málalenginga:"En af hverju varstu alltaf að gefa Kollu kökur?" Mjög rökrétt framhald tveimur dögum seinna og sýnir að hún hefur verið að brjóta hugann um þetta!LoL Og að sjálfsögðu svaraði Jens: "Nú, af því að hún var svo sæt!"

Ég bíð spennt eftir frekari spurningum varðandi ástina, hún er svo krúttlega einföld þegar maður er 6 ára.Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ææææjjj en sætt!

Salvör (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:09

2 identicon

Víj ég get kommentað haha

Salvör (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:10

3 identicon

Afram  Víkurskóli

Dúdda (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband